Dvöl - 01.04.1938, Síða 48
126
D V ö L
Fyrir mörgum árum er bað-
stofan á Hala jöfnuð við jörðu —
baðstofan, sem klukkan gerði einu
sinni veglegt hús í mínum augum.
Þrisvar sinnum síðan hefir bær-
inn verið rifinn til grunna og
reistur aftur. Allar þessar bylt-
ingar á bæjarhúsunum hefir
klukkan staðið af sér. Hún hefir
æfinlega verið flutt úr gamla bæn-
um og í þann nýja, og enn tel-
ur hún tímann með sömu ná-
kvæmni og áður. Þótt allsstaðar
væri raðað umhverfis mig hús-
munum, þá myndi mér ekki þykja
eins vænt um neinn þeirra eins
og gömlu klukkuna. Ekki þó af
því, að það sé svo mikil híbýla-
prýði að henni, heldur af því,
að ég hafði meira fyrir að eignast
hana, heldur en nokkurn annan
lilut, sem ég hefi átt. Fyrir
klukkuna eina hefi ég fórnað svo
að segja aleigu menni. Sú fórn
kenndi mér að heyja fyrstu lífs-
baráttuna, þegar ég var að kveðja
bernskuárin.
Ennþá tifar klukkan áfram, þar
sem hún stendur á skápnum í
herberginu mínu. Mér finnst, að
slögin hennar vera að telja æfi-
árin mín, og minna mig á það,
sem ég á ógert.
FYlgdarmaður: „Þessar rústir eru tvö
púsund ára gainlar“.
Ferðamaður: „Það getur nú ekki ver-
ið, pví að ártalið er ekki orðið hœrra
ennpá en 1938“.
BLYGÐUNARLEYSI.
Framhald af bls. 112.
eða hrintu henni á milli stólaraða,
gegnum þéttskipaða borðstofuna,
tómt eldhúsið og þaðan í húsagarð-
inn. Hún streittist á móti alla leiðina
og hélt áfram að ákæra konurnar
í fjölskyldunni. Hún staðnæmdist
snöktandi við dyrnar og stór tár
runnu niður kinnar hennar. Hún
grét örlög Jessie.
Hún settist grátandi á þvotta-
bekkinn í húsagarðinum. Innan
úr húsinu heyrði hún veikan söng
kórsins. Að lítilli stundu liðinni
jafnaði hún sig og fór aftur inn.
Hún tók saman muni sína í eld-
húsinu, svunturnar sínar og regn-
hlífina, og fór sér að engu óðslega.
Síðan gekk hún sem leið lá heim
til móður sinnar. Cora kom aldrei
áftujr í hús Studevants til þess að
vinna.
Nú lifir hún og móðir hennar af
litla garðinum, sem þær rækta og
járnaruslinu, sem karlinn selur —
þegar þeim í sameiningu tekst
að klófesta eitthvað af hans litlu
tekjum, áður en hann kaupir áfengi
fyrir þær.
Sem sagt: Jenkinsnegrarnir,
karlinn, kerlingin og Cora, búa í
útjaðri Melton, og hvernig sem
þau fara að því, þá draga þau enn-
þá frani lífið.
Leifur Haraldsson
þýddi.