Dvöl - 01.04.1938, Side 52

Dvöl - 01.04.1938, Side 52
Í3Ö 5 V Ö L venjulegri merkingu orðsins, held- ur um tvo bræður. Bókstafleg þýðing frakkneska nafnsins er Thibaultarnir (sbr. Briem-arnir, Blöndal-arnir o. s. frv.). Eins og gefur að skilja, er þess enginn kostur að lýsa svo tíu binda skáldverki á einni blaðsíðu í tímariti, að verulegt gagn sé að. I5að, sem hér verður sagt um Les Thibault, er því miklu fremur til þess að vekja forvitni en svala fróð- leiksfýsn. Hið síðar og betra hlut- skiptið skal eftirlátið bókasöfnum landsins, en þau ættu öll, sem ráð hafa á að eignast verkið á Norð- urlandamáli. Les Thibault er um bræðurna Antoine og Jacques Thibault, syni ríks borgara, sem býr í París og á myndarlegan sumarbústað úti á landsbyggðinni. Sagan gerist á ár- unum 1903—14, og þegar hún hefst, er Antoine 22 ára nýbakað ur kandídat í læknisfræði, en Ja- cques 13 ára skólaclrengur. Ant- oine er mjög hugfanginn af vís- indagrein sinni og helgar sig henni óskiptan. Jacques er óstýri- látur stráklingur, með kollinn fullan af rómantískum draumórum og heimspekilegum hugleiðingum. Hann vill verða skáld — mikið skáld! Thibault-arnir eru kaþólskir. Önnur fjölskylda, sem mikið kem- ur við sögu, fjölskylda Daniel de Fontanin, vinar Jacques, er mót- mælendatrúar. Hin mismunandi trúarbrögð hafa skiljanlega sín áhrif á gang sögunnar. Jacques og Daniel eru skóla- bræður. Sameiginleg hugðarefni drengjanna tengja þá vináttubönd- um. Peir taka upp á því að skrif- ast í kennslustundunum, í gráa stílabók, sem þeir láta ganga á milli sín. Stílabókin kem'st í hend- ur kennaranna. Efni bréfanna og ritháttar vekur skelfingu. Uin það og flótta drengjanna að heiman, eftir rekistefnu þá, sem risið hefir út af gráu stílabókinni, má fræð- ast nánar um í I. hluta sögunnar, „Gráa stílabókin (Le Cahier Gris). — Oscar Thibault er mað- ur vel auðugur að fé, og hefir mikinn áhuga fyrir uppeldismál- um. Pann áhuga sinn hefir hann (sýnt í verki með því að koma á fót uppeldisstofnun fyrir vand- ræðabörn upp í sveit. Pangað sendir hann son sinn. En Ja- cques er einangraður, hefir einka- kennara og þjón, sem sér fyrii* hans daglegu þörfum. II. hluti, ,,Uppeldisstofnunin“ (Le Pénit- encier), lýsir ,,holIustu“ þeirra á- hrifa, sem dvölin á stofnuninni hefir fyrir hann. III. hluti, „Hin fagra árstíð1' (La belle Saison; tvö bindi), fjallar um ástir og vonir, söng og drauma. (Nóg um það!) — IV. hluti, „Viðtalstími læknis- ins“ (La Consultation) er um reynslu Antoines sem læknis. — V. hluti, ,La Sorellina (nafn á sögu eftir Jacques), segir frá því, hvernig Antoine uppgötvar hvar

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.