Dvöl - 01.04.1938, Síða 52

Dvöl - 01.04.1938, Síða 52
Í3Ö 5 V Ö L venjulegri merkingu orðsins, held- ur um tvo bræður. Bókstafleg þýðing frakkneska nafnsins er Thibaultarnir (sbr. Briem-arnir, Blöndal-arnir o. s. frv.). Eins og gefur að skilja, er þess enginn kostur að lýsa svo tíu binda skáldverki á einni blaðsíðu í tímariti, að verulegt gagn sé að. I5að, sem hér verður sagt um Les Thibault, er því miklu fremur til þess að vekja forvitni en svala fróð- leiksfýsn. Hið síðar og betra hlut- skiptið skal eftirlátið bókasöfnum landsins, en þau ættu öll, sem ráð hafa á að eignast verkið á Norð- urlandamáli. Les Thibault er um bræðurna Antoine og Jacques Thibault, syni ríks borgara, sem býr í París og á myndarlegan sumarbústað úti á landsbyggðinni. Sagan gerist á ár- unum 1903—14, og þegar hún hefst, er Antoine 22 ára nýbakað ur kandídat í læknisfræði, en Ja- cques 13 ára skólaclrengur. Ant- oine er mjög hugfanginn af vís- indagrein sinni og helgar sig henni óskiptan. Jacques er óstýri- látur stráklingur, með kollinn fullan af rómantískum draumórum og heimspekilegum hugleiðingum. Hann vill verða skáld — mikið skáld! Thibault-arnir eru kaþólskir. Önnur fjölskylda, sem mikið kem- ur við sögu, fjölskylda Daniel de Fontanin, vinar Jacques, er mót- mælendatrúar. Hin mismunandi trúarbrögð hafa skiljanlega sín áhrif á gang sögunnar. Jacques og Daniel eru skóla- bræður. Sameiginleg hugðarefni drengjanna tengja þá vináttubönd- um. Peir taka upp á því að skrif- ast í kennslustundunum, í gráa stílabók, sem þeir láta ganga á milli sín. Stílabókin kem'st í hend- ur kennaranna. Efni bréfanna og ritháttar vekur skelfingu. Uin það og flótta drengjanna að heiman, eftir rekistefnu þá, sem risið hefir út af gráu stílabókinni, má fræð- ast nánar um í I. hluta sögunnar, „Gráa stílabókin (Le Cahier Gris). — Oscar Thibault er mað- ur vel auðugur að fé, og hefir mikinn áhuga fyrir uppeldismál- um. Pann áhuga sinn hefir hann (sýnt í verki með því að koma á fót uppeldisstofnun fyrir vand- ræðabörn upp í sveit. Pangað sendir hann son sinn. En Ja- cques er einangraður, hefir einka- kennara og þjón, sem sér fyrii* hans daglegu þörfum. II. hluti, ,,Uppeldisstofnunin“ (Le Pénit- encier), lýsir ,,holIustu“ þeirra á- hrifa, sem dvölin á stofnuninni hefir fyrir hann. III. hluti, „Hin fagra árstíð1' (La belle Saison; tvö bindi), fjallar um ástir og vonir, söng og drauma. (Nóg um það!) — IV. hluti, „Viðtalstími læknis- ins“ (La Consultation) er um reynslu Antoines sem læknis. — V. hluti, ,La Sorellina (nafn á sögu eftir Jacques), segir frá því, hvernig Antoine uppgötvar hvar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.