Dvöl - 01.04.1938, Page 63

Dvöl - 01.04.1938, Page 63
DVÖL 141 Nokkrir þættir úr sjómannalífi Bolungavíkur frá síð- ustu áratugum 19. aldar. Eftir Kristján Jónsson frá Garðsstööum. Eftirfarandi grein er úr óprentnð- um drögum úr Vestfjarðasögu, sem fyrirhugað er að birtist einhvemtíma á ]jrenti. Er um rnargt í greininni stuðst við upplýsingar peirra Jóhann- esar Bjarnasonar bátasmiðs og Áma Gíslasonar yfirfiskimatsmanns. - Jó- hannes byrjaði formennsku í Bolunga- vík vorið 1879, og var par formaður og bátseigandi lengstum til 1914, að hann flutti til Isafjarðar. Árni byrjaði ])ar formennsku 1886, og var formaður oftast vetur og vor til 1912, að hann hætti sjómennsku. Bolungavík cr, eins og kunnugt er, clzta og lielzta verstöðin á Vestfjörðum, og líklega elzta veiðistöð landsins. Sögn Landnámu um, að Puríður Sundafyllir hafi seitt fisk á Kví- armið, og tekið til þess kollótta á af hverjum bónda í Isafirði, bendir ótvírætt á það, að þcgar á landnámstíð hafi verið sótt til fiskveiða úr Bolungavík af fleir- um en heimilisföstum mönnum í Víkinni — þar hafi í öndverðu risið upp verstöð. — Kvíarmið cr utan við mynni Isafjarðardjúps, sé farið norðarlega út til hafs, en um það fram af ytra horni Stigahlíðar (Deildarhorni), sé farin skipaleið að vestan inn í Djúpið. Pangað hefir því ekki orðið sótt í þá daga annarsstaðar úr Isafirði (ísafjarðardjúpi), en úr Bolungavík, og máske eitthvað úr Hnífsdal. Og ótrúlegt er, að bændur úr ísafirði hefðu farið að fórna Þuríði kerlingu á úr búi fyrir að seiða fisk á þau mið, sem þeir ekki gátu sjálfir notfært sér. Á síðari öldum er Bolungavík- ur jafnan getið í annálum sem verstöðvar, en fremur fátt var heimilisfastra manna í þorpinu lengi vel. En í dölunum tveimur upp af Víkinni eru eitthvað 10 bújarðir alls. Voru þær þó fleiri áður fyr. Grundarhóll og Árbær, er upphaflega voru hjáleigur frá Hóli, eru nú fyrir löngu komnar í þorpið. Ytri-Búðir hafa enn tún ofan við Malirnar, en svo nefnist sá hluti þorpsins þar sem flestar gömlu verbúðirnar stóðu. Ytri- Búðir og Tröð, sem er spölkorn fjær, voru upphaflega hjáleigurfrá Meiri-Hlíð.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.