Dvöl - 01.04.1938, Side 82

Dvöl - 01.04.1938, Side 82
lóÖ Kímnisögur Presti noklcrum varð einu sinni í mið'ri ræðu litið upp á kirkjuloftið. Honum brá heldur en ekki í brún, þegar hann sá, að yngsti sonur hans hafði komið sér þar fyrir með stóreflis hlaða af hrossataði og lét skothríðina dynja á söfnuðinum niðri í kirkjunni. Áður en prestur kom nokkru orði upp í undrun sinni og' skelfingu, hóf stráksi upp rödd sína: „Haltu bara áfrarn með ræðuna, pabbi. Ég skal halda þeim vakandi á meðan“. Hann: ,,Tvö tímabil æfi sinnar skilur maðurinn ekki konuna“. Hún: ,,Og hver eru þau?“ Haim: „í>að er meðan hann er ógiftur og eftir að hann er giftur“. Grimnr ístrumagi (í leikhúsinu. Geng- ur til sætis að afloknu hléi): „Steig ég á tærnar á yður um leið og ég fór út?“ Lelkhúsgestur (í sæti sínu, með óblíð- um rómi): „Ójá, víst gerðuð þér það“. Grímur ístruniagi (við konu sína): „Allt í lagi, Matthildur. Þetta eru sætin okkar“. A. : „Hvenær misstirðu handlegginn, kunningi?" B. : „Þegar ég var vasaþjófur í Aber- deen“. Brynki: „Ég geng á tveimur tréfót- um. Ætli ég gæti fengið mig tryggð- an ?“ Agentiim: „Hvort hafið þér hugsað yður líftryggingu eða brunatryggíngu ? “ F'riiiii: „Hú hafið þér brotið meira þennan rnánuð en þér væruð fær um að borga með mánaðarkaupinu yðar. Hvað er nú hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þetta?“ Vinnukoiian: „Ja, ég sé satt að segja engin önnur ráð en að kaupið mitt verði hækkað". Biðillinn: „Ef ég nokkumtíma yrði til þess að gera hina guðdómlegu dóttur yðai' óhamingjusama, þá myndi ég óska mér sem hegningar hinna hræðilegustu písla.“ Tilvonandi tengdapabbi: „O, það er víst engin hætta á að hún sjái ekki um það“. Hérna um nóttina kom Gvendur með seinna móti heim í herbergið sitt. I forstofunni héngu frakkar og hattar frá fjölskyldunni, sem bjó á sömu hæð. Um leið og hann gekk þar framhjá, tók hann ofan og sagði vingjarnlega: „Góða kvöldið, piltar!" Viðskiptavinuriiin: „Gæti ég eklci fengið annan frakka í staðlnn fyrir þenna, sem ég keypti héma í gær? Konan mín er ekki ánægð með hann“. Kaupmaðurinn: „Fengið annan frakka? Konan yðar ekki ánægð með hann ? Og þetta, sem er bezti frakki > heimi. Nú skal ég segja yður eitt, vinur minn. Þér ættuð nú að fara heim með frakkann og eiga hann áfram, en fá yður heldur aðra konu“. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Vigfiis Guðmundsson. Vikingsprent.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.