Dvöl - 01.07.1939, Page 6
164
DVÖL
daginn gaf hún henni legubekk,
og það sem meira var, hún lét mig
hjálpa telpunni til að bera hann
heim til hennar!“
„Hefirðu reynt að vera hæðinn
og meinyrtur?“ spurði skipstjór-
inn hugsandi.
„Já,“ sagði Pepper, og það fór
skjálfti um hann. „Um daginn sagði
ég við hana í hæðnisróm: Er það
ekki eitthvað annað, sem þig langar
til að eiga, góða mín? en hún skildi
það ekki.“
„Skildi hún það ekki?“
„Nei,“ sagði Pepper. „Hún sagði,
að ég væri voða góður, og að sig
langaði svo mikið til að eiga klukk-
una; og hún fékk hana, rauðhaus-
inn sá arna!“
Skipstjórinn hellti brennivíni í
glasið sitt og fékk sér sopa. Það var
auðséð, að hann hugsaði mikið, og
að þessi vandræði vinar hans fengu
mikið á hann.
„Það er aðeins ein leið fyrir mig,
til þess að losna,“ sagði Pepper eftir
langa frásögn af hörmungum sín-
um, „og hún er sú að finna Budd
skipstjóra, fyrri manninn hennar.“
„Já, en hann er dauður,“ sagði
Crippen og leit fast á Pepper.
„Eyddu ekki tímanum í að leita að
honum!“
„Nei, ég ætla ekki að gera það,“
sagði Pepper; „en hérna er mynd
af honum. Hann var stór maður
eins og þú; hann hafði blá augu
og beint og fallegt nef, eins og þú.
Ef hann hefði lifað, væri hann nú
á aldur við þig, og sennilega líkari
þér en nokkru sinni fyrr. Hann var
sjómaður; þú hefir verið sjómað-
ur.“
Skipstjórinn starði á hann og
botnaði ekki neitt í neinu.
„Hann hafði sérstakt lag á kven-
fólki,“ hélt Pepper áfram. „Þú
hefir líka sérstakt lag á kvenfólki.
Og meira en það, þú hefir óvenju
mikla leikarahæfileika. Aldrei hefi
ég séð leikara, sem ég get sagt að
mér hafi líkað, síðan þú lékst í
hlöðunni í Bristol forðum — aldrei!
Taktu til dæmis hvernig þú getur
hermt eftir körlum — jafnvel bet-
ur en Henry Irving!“
„Ég hefi nú ekki haft mörg tæki-
færi, þar sem ég hefi verið á sjó
alla mína æfi,“ sagði Crippen hæ-
versklega.
„Þú hefir hæfileika," sagði Pep-
per með áherzlu. „Þeir eru með-
fæddir. Þú hættir ekki að leika fyrr
en þú deyrð. Þú gætir það ekki, þó
að þú vildir — þú veizt, að þú gætir
það ekki!“
Skipstjórinn brosti afsakandi.
„Nú vil ég, að þú leikir til ágóða
fyrir mig,“ hélt Pepper áfram. „Ég
vil, að þú leikir Budd skipstjóra, er
fórst með Dolphin fyrlr þrjátlu ár-
um. Það er aðeins einn maður í
Englandi, sem ég treysti til þess,
og það ert þú.“
„Leika Budd skipstóra!" sagði
Crippen undrandi, setti frá sér
glasið, og starði á vin sinn.
„Hlutverkið er skrifað hérna,“
sagði uppgjafahermaðurinn og dró
vasabók upp úr brjóstvasanum og