Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 17

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 17
D VÖL 175 fyrir okkur, að hlýða á útvarp frá öðrum heimsálfum. En hér var ekki aðeins um að ræða útvarp, í þess orðs venjulega skilningi, heldur ný tengsl, sem tvískipt þjóð knýttist innbyrðis yfir höfin, upphafning fjarlægða og endurvakin kynni frænda og vina. Okkur, sem þráfaldlega höfum heyrt sagt frá þeim, „sem fóru vestur um haf“ og aldrei komu aftur, fór líkt og verið væri að draga fram í dagsljós raunveruleikans bráðlif- andi persónur úr gömlu æfintýri, sem við höfðum hlýtt á í bernsku. Ein kveðjan, sem íslenzku þjóð- inni hér heima var flutt, var frá íslenzkum æskulýð í Vesturheimi. Enginn fulltrúi íslenzkrar æsku austan hafs varð til þess að taka undir þá kveðju að þessu sinni. En eigi að síður var hún heyrð og geymd. Nú mætti ætla, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um íslendinga í Vesturheimi og sambönd þeirra við þjóðina heima. Naumast hefir orðið þverfótað fyrir slíkum greinum á síðustu árum, og hafa þar allir á einu máli verið, að báðum aðilum væri það samband mikils virði. En að öðru leyti hafa framkvæmdirnar náð skammt. Og þegar íslenzk æska litast um eftir leiðum til menningarlegra sam- banda við frændur sína vestan hafs, þá eru þær furðu fáar og þröngar. Ef til vill er rétt að benda á það í þessu sambandi, að hugsunar- háttur og kröfur aldarfjórðungs- gömlu kynslóðarinnar á íslandi eru að ýmsu ólíkar hugsunarhætti næstu kynslóðar á undan. Við, sem leyfum okkur að kalla okkur ung — og erum það að árum — höfum sprottið upp úr jarðvegi þess hugs- unarháttar, sem rikjandi varð upp úr heimsstyrjöldinni 1914—18. Þótt íslenzka þjóðin ætti þar ekki beina hlutdeild, olli styrjöldin og afleiðingar hsnnar geysilegum hug- arfarslegum straumhvörfum meðal þjóðarinnar og þá ekki sízt hjá þeim hluta hennar, sem í bernsku og æsku var að skapa sér hug- myndir um lífið. Sú gagnrýni á áður virtum réttindum og skyldum, sem reis upp úr róti styrjaldarinn- ar, hefir náð sterkum tökum á þessu fólki og orðið til þess að skapa viðhorf þess gegn vandamálum lífsins, ólík viðhorfum eldri kyn- slóðarinnar. í þeim bókmenntum, sem eftir- stríðskynslóðin hefir einkennt sig með, utan lands og innan, er þessi gagnrýni áberandi þáttur, enda margar fornar dyggðir orðið að víkja fyrir öðrum nýrri og margt fallið óbætt, sem áður var hafið yfir alla gagnrýni. Þegar svo hér við bætist, að ein- mitt á þessum sama tíma hafa orð- ið hér á landi þær mestu byltingar og framfarir á vettvangi tækninn- ar, sem sögur fara af, er ekki að furða, þótt viðhorfin hafi breytzt. Sú fjárhagslega flóðbylgja, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.