Dvöl - 01.07.1939, Side 74

Dvöl - 01.07.1939, Side 74
232 DVÖL Nú teiknaSi hun landslag og linur, og litaði síðast og fyrst. Og allt, sem hún óskaði og gerði, var orðið að málaralist. Og lyngið varð haustbrúnt á litinn, og landið fékk alvörublœ. Og sjómenn af síldveiðum komu með syngjandi glaðvœrð i bæ. En dökkhœrða dóttirin okkar. hún dansaði ei framar né söng. Nú sat hún við marglitar myndir og málaði haustkvöldin löng. Hún sagði þér von sina og vilja með varúð og einbeitni þó, að málari vildi hún verða. Nú vissi hún, hvað i henni bjó. Nú fann hún, að bernskan var búin, nú byrjaði starfslífið fyrst, og nú vildi hún fara út í fjarskann og frœðast um málaralist. Þú grátbaðst að gleyma þeim vilja og gálausum draumórum hans, og vera okkar hjartans barn heima og huggast við söng eða dans. Af mér átti hún mótspyrnu að vœnta, en meðhalds og stuðnings hjá þér. Þótt sár henni vonbrigðin vœru, hún vék ei né barmaði sér. Og allt, sem þú baðst eða brýndir, sem barnshjal um hlust henni fór. Nú vissi hún svo glöggt, hvað hún vildi. Hún var orðin þroskuð og stór. III. Ég man, það var kyrrlátt um kvöldið. Hún kom eins og vorþytur inn og staðnœmdist bjartleit, en broslaus, við borðið og skrifstólinn minn. Svo studdi hún handleggnum hœgri á hálsinn og öxlina á mér, og horfði mér hiklaust l augu, svo hreinskilnisleg sem hún er. Hún bjó yfir blossandi vilja, en bœldi hann með nístandi ró. Ég sá hennar fágœta fölva og fann, hvernig hjarta hennar sló. Svo talaði hún, lágt, en þó liðugt, og lýsti þeim brennandi þrám, að hún vildi komast að heiman og hefja sitt málaranám. Og bœn hennar barðist við hikið. Hún bað, að ég léti nú falt mitt fylgi við framtíðarviljann og fjárstyrk og blessun og allt. Og sál hennar öll var í svipnum. Ég sá þessar voldugu þrár. Svo starði ég um stund út í bláinn og strauk hennar lokkbrúna hár. Og þá lét hún höfuðið hniga við hlið mér og sagði ekki neitt. Ég tók undir hökuna á henni og hvíslaði: Bœn þín er veitt! Hún kyssti míg, ör sem af œrslum, með œskunnar viðbragð og þor. Og svo steig hún djarfleg til dyra sín dansandi fagnaðarspor. f þrjár vikur tœpar hún tafði. Sú tið var ei döpur né löng. Og mér sýndist heimilið mótað af málverkum, hlátrum og söng. Og þú hafðir beygt þíg og brosað og blessað það málaranám og undrazt, hvað lífið er auðugt af einkennilegustu þrám. Og nú er hún farin í fjarskann, hið fallega, þroskaða barn. En oftast til hennar að heiman fer hugurinn umsjónargjam. Ég finn, það er kaldara á kvöldin, og kyrrðin er lamandi þung. Með hlýju og söng er hún horfin, svo hleejandi faslétt og ung. En nú fær hún tök á aö njóta þess náms, er hún valdi sér þó, og vaxa af sjálfsdáðum sínum og sýna, hvað i henni bjó. Að blessa þær vonir og vilja, það var ekki sársaukalaust. En nú á ég ást hennar aftur og allt hennar þroskaða traust.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.