Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 46

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 46
204 DVÖI Nú er skammt látið stórra högga á milli og skulu fáein nefnd. T. d. þessi: Þegar örbirgð hæla hjó, hækka þurfti gengið. Kænn til ráða Kolbeinn sló Kreppulánaengið, Þessi vísa var eignuð Lárusi skólastjóra á Brúarlandi. Enn þrýfur Kolbeinn spjótið á lofti, enda átti hann nú hendur sínar að verja. Sendi hann til baka svohljóð- andi vísu: Hl varð raun að engi því, annan kaustu veginn. Rauðsmáranum öslar í allan Héðins teiginn. Til skýringar má geta þess, að Lárus hafði verið talinn fylgja Héðni Valdemarssyni að málum. Síðan upplýstist, að vísa þessi var ekki eftir Lárus, svo að þarna hefir skot Kolbeins geigað fram hjá réttu marki. Þessi vísa var svar til eins em- bættismanns, sem tók þátt í vísna- gerðinni: Sumir dengja launaljá, landssjóðsengi í múga flá, kreppa engin þjáir þá. Þar er lengi hægt að slá. Svo vil ég enda mál mitt með þeirri áskorun til landa minna yfir- leitt, að þótt þeir færist í aukana um að yrkja landið, þá felli þeir ekki með öllu niður að yrkja málið, svo að vísnagerðin verði hér eftir sem hingað til almenningslþrótt. Konan Oft og mörgum sinnum segir hún við mann sinn (svona eiginkona gengur í fögrum og skrautlegum klæðum, virt og mikilsmetin af öllum): En ég, vesaling- urinn, alein, er ekki virt viðlits af ná- búum minum. Ég er útskúfuð og fyrir- litin af öllum. — Hún vill aðeins láta elska sig og vegsama. Hún heldur að hið góða útlit sitt veki hatur hjá öðrum, og ef aðrir hrósa henni, þá heldur hún að það sé fyrir það, hvað hún lítur illa út. Allt, sem hún elskar, verður að tala vel um, og öllu, sem hún hatar, verður að sýna óvild. Hún vill vera húsfreyjan, en getur ekki verið húsbóndinn. Hún þolir ekki að þjóna eins og liðsmaður, en verður að ríkja eins og hershöfðingi. Hún vill láta skina í gegn að hún hafi reynslu i öllu, og sé ekki fáfróð i nelnu. Innocentius páfi III., d. 1216. Þegar konan er ekki í skapi til þess að kyssa, þá er hún veik. Richard King. Það hefir oft gert mig undrandi, að hin likamsfræðilega rannsókn á tungu konunnar skuli ekki hafa gert visinda- mennina færa til þess að finna upp sj álf hreyf ivélina. F....S. Það er aðeins þrennt í heiminum, sem konan skilur ekki: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. G. K. Chesterton 1908. Það er ekkert til í heiminum, sem jafnast á við skyldurækni góðrar eigin- konu. En þetta hefir enginn kvongaður maður minnstu hugmynd um. Oscar Wilde 1893. Konur .... þegar þær fá mætur á manni, fá þær óbilandi löngun til þess að gera mann betri. Ed. P. Lubbock 1903. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.