Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 9

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 9
DVÖL 167 Pepper hrökk við. „Kom inn,“ kallaði hann. Hurðin opnaðist hægt og Crip- pen skipstjóri stóð í dyrunum, hár og þrekinn og horfði á þau kvíða- fullur. Hann hafði sett saman stutta og laggóða ræðu, sem eins konar formála, en nú mundi hann ekki eitt orð af henni. Hann hall- aði sér upp að veggnum, leit skömmustulega niður fyrir sig og stundi upp þessu eina orði: „Marta!“ Þegar frú Pepper heyrði þetta, stóð hún upp með opinn munninn og starði á hann tryllingslega. „Jem!“ æpti hún. „Jem!“ „Marta!“ krunkaði skipstjórinn aftur. Með stunukenndu ópi hljóp frú Pepper til hans, og til mikillar á- nægju fyrir hinn löglega eigin- mann, fleygði hún sér um hálsinn á honum og kyssti hann í ákafa. „Jem,“ sagði hún og saup kveljur, „ert þetta í raun og veru þú? Ég get varla trúað því. Hvar hefirðu verið öll þessi ár? Hvar hefirðu verið?“ „Hingað og þangað,“ sagði skip- stjórinn, sem var ekki viðbúinn að svara svona spurningu fyrirvara- laust; „hvar sem ég hefi verið“ — hann baðaði út höndunum á á- hi’ifamikinn hátt — „hefir myndin af minni ástkæru eiginkonu alltaf svifið mér fyrir hugskotssjónum.“ „Ég þekkti þig undir eins, Jem,“ sagði frú Pepper ástúðlega og strauk hárið frá enni hans. „Hefi ég breytzt mikið?“ „Ekki vitund,“ sagði Crippen og horfði vandlega á hana um leið og hann hélt henni út frá sér. „Þú ert alveg eins og þegar ég sá þig fyrst.“ „Hvar hefirðu verið?" spurði Marta Pepper angurvært, og lagði höfuðið á öxl honum. „Þegar Dolphin fórst, barðist ég lengi við öldur úthafsins, fyrir lífi mínu og Mörtu minni, þangað til að mig rak á land á eyðieyju," byrjaði Crippen að þylja í ákafa „Þar var ég í nærri þrjú ár, en var svo loks bjargað af barkskipi, sem var á leið til Nýja Suður Wales. Þar hitti ég mann frá Poole, sem sagði mér, að þú værir dáin. Þar sem mér fannst ég ekki framar eiga neitt erindi heim til ættjarð- arinnar, var ég í siglingum við Ástralíustrendur í mörg ár, og það er aðeins stutt síðan, að ég frétti hve herfilega ég hafði verið blekkt- ur, og að litla rósin mín væri enn í fullum blóma.“ Litla rósin lagði höfuðið á öxl hans aftur, og hinn frægi leikari leit yfir öxl hennar og mætti að- dáunaraugum Peppers. „Hefðirðu aðeins komið svolitið fyr, Jem,“ sagði frú Pepper. „Hver var það? Hvað hét hann?“ „Smith,“ sagði skipstjórinn. Hefðirðu aðeins komið svolítið fyr, Jem,“ sagði frú Pepper með niðurbældri röddu; „þá hefði allt verið gott. Ég giftist þessari mann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.