Dvöl - 01.07.1939, Page 23

Dvöl - 01.07.1939, Page 23
D VÖL 181 gætir talið afkvæmi þín, myndir þú áreiðanlega verða mjög undrandi. Hér stendur þú, svo tígulegt og fag- urt og dreifir fræi þínu, börnum þínum, út í lífið, yfirgefur þau, án þess að bera hinar minstu áhyggjur út af því, hvað verði um þau síðar meir.“ Meðlimur vísindafélagsins svar- aði: „Það er nákvæmlega það sama og við gerum, vinur minn.“ Ráðherran sagði: „Já, ég neita því ekki, að við yfirgefum þau oft. En við vitum það að minnsta kosti, og það gerir okkar aðstöðu gjör- ólíka.“ Hinn hristi höfuðið: „Nel, það er ekki það, sem ég á við. Þú veizt kæri vinur, að það er varla nokkur sá maður, sem ekki á eitt eða fleiri börn einhvers staðar, án þess, að hann hafi hugmynd um það, þessi börn, sem eru merkt með orðunum: „faðirinn óþekktur", börn, sem hann er faðir að, án sinnar vitund- ar, sem hann hefir varpað út í lífið á sama hátt og þetta tré. Ef við gætum ákveðið tölu þeirra kvenna, sem við höfum legið með, þá yrðum við, það er ég viss um, jafn undrandi og þetta laburnum- tré, sem þú varst að ávarpa, ef það ætti að telja alla sina afkomendur. Ef við ættum og gætum talið upp öll okkar kynni og snertingu á aldrinum átján til fertugs, þá er það alveg víst, að við höfum haft náin kynni af tvö til þrjú hundruð konum. Ojæja, vinur minn! Ertu viss um, að i öllum þeim hóp hafi ekki ein eða fleiri borið greinileg merki kuningsskaparins, ja, svona á sín- um tíma, og að einhver þorparinn á götunni eða í fangelsinu sé sonur þinn, þorpari, sem myrðir og rænir heiðarlegt fólk, það er að segja, fólk eins og okkur? Eða þá dóttur, sem hefir alizt upp á miður góðu heimili, eða, hafi hún verið yfir- gefin af móður sinni, þá vinnukona í eldhúsi einhvers og einhvers? Mundu ennfremur það, að flestar þær konur, sem við köllum almenn- ing, eiga eitt eða fleiri böm, sem þær hafa ekki hugmynd um, hver er faðir að, börn, sem hafa orðið til í hinum villta leik, er þær voru faðmaðar fyrir tíu, tuttugu franka. f sérhverri verzlun er bæði tap og gróði. Þessi afkvæmi valda tapinu í lífi þeirra. Hver var barnsfaðir þeirra? Ég — þú — einhver úr okk- ar stétt, heiðarlegir menn allir saman! Þetta er árangurinn af hinum leikfullu miðdegisveizlum okkar og skemmtilegu kvöldum, árangurinn af þeim klukkustundum, er heil- brigður, frjóþrunginn líkami okkar krafðist ástar og andsvars og við borguðum og börðumst fyrir okkar eigin nautn. í stuttu máli — bófar og um- renningar, vandræðamenn þjóðfé- lagsins eru afkvæmi okkar. Og hve miklu skárra er þó fyrir okkur að vera feðurnir, heldur en ef við vær- um börn þeirra, þvl að þeir auka kyn sitt líka — þessir þorparar!

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.