Dvöl - 01.07.1939, Side 31

Dvöl - 01.07.1939, Side 31
D VÖL 189 Syeitastúlkan Eftir Þórodd Guðmundsson kennara frá Sandi. Eins og lesendur Dvalar muna, hét hún verðlaunum fyrir beztu ritgerð, er henni bærist um íslenzku sveitastúlkuna. Margar ritgerðir bárust og kom prófdómendunum saman um að tvær þeirra væru beztar. En svo voru þeir algerlega skiptir um, hvor þessara tveggja væri betri og varð það því að samkomulagi að skipta verðlaun- unum á milli þeirra, og birtist önnur greinin hér, en gert er ráð fyrir að hin birtist í næsta hefti. íslenzka sveitastúlkan á tæplega sína hliðstæðu annars staðar í veröldinni, svo sérstæð er hún í framkomu og allri skaphöfn. ís- lendingur erlendis, sem á því láni að fagna, að mæta Reykjavíkur- stúlku á götu í borg, getur hæglega gengið fram hjá henni, án þess að vita það, að hún sé landi hans. En íslenzka sveitastúlkan þekkist hvar sem hún fer; svo óvenjuleg er hún. Hún ber einkenni sín með sér í hreyfingum, svip og andlitsblæ, jafnvel þótt hún sé bæði máluð og mjölvuð. Það dylst ekki, að hún er af íslenzku bergi brotin, fædd og alin upp í íslenzkri sveit. Reykja- víkurstúlkan er búin að tileinka sér allverulegan þátt í tízkumenn- ingu heimsins, og það er þegar farið að bera ávöxt í fasi hennar. Hún hefir undanfarna áratugi unnið að siðfáguri í framkomu ís- lenzkra karlmanna með nokkrum Þóroddur Guðmundsson. árangri. Sá sigur hefir einmitt gef- ið henni sjálfstraust, meira vald yfir limaburði, raddblæ og klæðn- aði en sveitastúlkan hefir enn get- að öðlazt. Má því segja, að á mæli- kvarða Evrópumenningar, standi mærin í dalnum Reykjavíkur- meynni að baki. En á hverju þekkist þá sveita- stúlkan íslenzka í erlendri borg frá kynsystrum sínum af öðru þjóð- erni? Vill hún ekki ganga vel til fara eins og þær, njóta lífsins eins og þær og bera sem mest úr býtum af gæðum þess? Sannarlega. Allir menn bera blæ uppruna síns og

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.