Dvöl - 01.07.1939, Page 19

Dvöl - 01.07.1939, Page 19
DVÖL 177 rétta okkur bróðurhönd yfir hafið, eins og þeir gerðu á fullveldishá- tíðinni, þá er ekki að undra, þótt okkur hér heima hlýni um hjarta- rætur. Okkur kemur ekki til hugar að neita þeim sannindum, að frændur okkar vestan hafs standi betur að vígi í menningarbarátt- unni en við. Og það verður ekki deilt um þá menningarlegu mögu- leika, sem opnir stæðu íslenzkri þjóð, ef hún reyndist fær um að leggja fram sinn skerf í samband- inu við frændurna í vestri. Eins og áður er á drepið, hafa sambönd eldri kynslóðanna vestan hafs og austan að miklu leyti verið persónutengsl. Enginn vafi er á því, að elzta kynslóðin vestra hefir mjög borið það samband fyrir brjósti, vegna ástar sinnar til átthaga og ættingja, og talið það sér í þágu, ekki síður en við. Á hinn bóginn er þetta nú allmjög að snúast við. Ungir íslendingar í Vesturheimi eru vafalaust sjálfum sér nógir gagn- vart okkur. í framtíðinni má gera ráð fyrir, að þágan yrði einkum okkar íslendinga austan hafs. Þess vegna var það eftirtektarvert að heyra rödd æskunnar vestan hafs 1. des. fyrir ári og sannfærast um, að þar er jarðvegur fyrir ný kynni og tengsl á grunni menningarlegra viðskipta, þótt gömlu persónu- tengslin rofni smám saman. Ég veit ekki, hvort ungum íslend- ingum í Vesturheimi er það ljóst, að jafnaldrar þeirra hér heima hafa margir hverjir vakandi auga á þeim, áföngum þeirra og sigrum í amerískri menningarstarfsemi. Þannig er því þó farið. Við fylgj- umst gjörla með afrekum þeirra í vísindum og listum og öðru því, er við helzt kysum þjóð okkar til handa. Nú er svo komið, að með nýrri heimsstyrjöld hafa lokazt fleiri og færri vegir ungra íslendinga hér heima, þeirra, sem áður leituðu menningar suður í álfu.Enginn veit, hvenær þeirri orrahríð léttir, né hver þau skilyrði verða til menn- ingarviðleitni, sem íslendingum bjóðast aftur, er friður kemst á. En hver sem þau annars kunna að verða, er enginn vafi á því, að ís- lenzkri menningu er hollt að fá til jafnvægis menningarstrauma vestan um haf, móti þeim mið-ev- rópisku menningarstraumum, sem mestu hafa verið hér ráðandi. Sú fjölbreytni og úrvalsauki myndi tvímælalaust styrkja hlutlæg við- horf íslenzkrar menntastéttar gagnvart viðfangsefnum þjóðar sinnar. Hvort sem leiðirnar suður í álfu lokast eða ei, ber okkur tví- mælalaust að leita vestur um haf og hagnýta okkur þá frændsamlegu aðstoð, sem landar vorir í Vestur- heimi mundu fúslega í té láta, svo fremi að þeir sæju að við ættum hug og dug til þess að notfæra okkur hana. Hér er of langt mál að fara nánar út í þær menntagreinar, er yrðu viðfangsefni ungra íslendinga að heiman þar vestra, ef þeim gæf-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.