Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 79

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 79
DVÖL 237 Bókin er prýdd mörgum teikningum innan um lesmálið, gerðum af Valgerði Briem kennara. — Ærin er kölluð Flekka, en dóttir hennar Brúða, Sumarið hjá þeim mœðgum er viðburðaríkt, og koma fyrir þær ýmiskonar hættur. Hundar ráðast að þeim, þegar þær eru að fara til fjalls að vorinu, og rífa ána svo i júgrið, að hún verður einspena það sem eftir er sumars- ins, refur læðist að lambinu, en það slepp- ur frá honum á síðustu stundu, þær mæðgurnar lenda í svelti í björgum o.s.frv. En allt gengur „eins og í sögu“ og þær sleppa í gegnum alla erfiðleika. En saga mæðgnanna verður svo viðburðarík, að flestir munu hafa gaman af að lesa hana. Innan um viðburðina er alltaf fléttað miklu af fróðleik, en samt taka menn tæpast eftir því, að þetta er kennslubók um leið og það er skáldsaga. Þó er ekki laust við að kennarinn og fræðimaðurinn beri stundum skáldið ofurliða, t. d. þegar er verið að segja frá starfi ánamaðksins o.fl. í náttúrunni. En lesandinn fær við lest- urinn svo mikla innsýn í ríki náttúrunnar, að líklegt er, að hjá mörgum þeirra vakni og vaxi löngunin að sjá þar fleira. Það er talsverður vandi — en þó mjög nauðsynlegt — að benda unglingum á, hvað þeir eigi helzt að lesa. Og það ætti að vera skylda hvers kennara að gera slíkt. Það er óhætt að benda ekki aðeins ung- lingum á að lesa þessa bók, heldur einnig fullorðnum. Mun flestum hollt að dvelja, þótt ekki sé nema í huganum, upp til fjalla dálítinn tíma um hásumarið. — „Fossaniður, fuglakliður fagurt ómar heið- um á, og þar drottnar yndi og friður, upp við fjallavötnin blá,“ en samt er þar „friðarspaka féð á beit, fegurst yndi sjón- ar.“ Bókin Sumardagar eykur skilning á lífi sauðfjárins á heiðum uppi og hinnar margbreytilegu og dásamlegu náttúru landsins, um leið og hún er heilnæmur skemmtilestur. Vonandi heldur höfund- urinn áfram að færa líf og baráttu dýr- anna umhverfis oss í fagran og aðlaðandi skáldsagnabúning og nemur þannig áfram ný lönd í islenzkum bókmenntum. V. G. Jóhann J. E. Kúld: íshafs- œfintfjri. Útgefandi Bókaút- gáfan Edda, Akureyri. 1939. Höfundur þessarar bókar er kominn af breiðfirzkum sjógörpum, er fæddur og uppalinn að Ökrum á Mýrum, þar sem hinn fagri og víði fjallahringur umlykur í talsverðri fjarlægð á þrjá vegu, en endalaust blátt hafið blasir við í suð- vesturátt. Það eru ekki undur, þótt Jó- hann bæri ungur útþrá i brjósti. Það gera líka flestir íslenzkir æskumenn, þótt misjafnlega gangi að svala henni. Þar sem umhverfið á vitanlega sinn sterka þátt í að skapa mennina, þá væri ekki nema eðlilegt að þar sem fagurt er og vítt til veggja, yrði bæði víðsýni og útþrá mikils ráðandi i hugum æskumanna. Hafið lokk- ar ekki sízt unglinginn til langferða og æfintýra. Og það er einmitt hafið, sem unnið hefir sigur í huga höfundar þess- arar bókar. Hún segir einkum frá æfin- týrum norður í íshafinu. En það mun fátt vera, sem íslenzk alþýða hefir meira gaman af að heyra, en góðar frásagnir af æfintýrum á lítið þekktum stöðum. Sjald- gæft mun það vera, að íslendingar hafi verið við sel- og bjarndýraveiðar norður í íshafi. Það er því nýjung að fá bók þessa, sem er ferðasaga norsks selfangara, er höfundurinn vann á alllengi. Bókin er lýsing á svaðilförum þeirra félaga allt norður á 82.° nbr. og vestur á austurströnd Grænlands — stundum í ofviðrum og stórsjóum innan um hafísinn. Hún er skemmtileg og fróðleg frásögn íslenzks alþýðumanns, þótt hún sé ekki lýtalaus né stórt bókmenntalegt afrek. Bókin er samt gott dæmi um það, hve alþýðumenn, sem ekki fást venjulega við skriftir, geta verið ritleiknir. Fyrir okkur gömlu sjómennina er gaman að rifja upp viðureignina við Ránardæt- urnar. Fyrir veiðimennina er gaman að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.