Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 10

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 10
168 kind þarna fyrir aðeins þrem mánuðum.“ Skipstjórinn tók áhrifamikið við- bragð, en af því að hann hafði vanmetið þunga hinnar ljóshærðu brúðar sinnar, var hann nærri því búinn að missa jafnvægið. „Það er vlst ekkert við því að gera, en þú hefðir gjarnan getað beðið svolítið lengux, Marta,“ sagði hann í ásökunarróm. „Hvað sem því líður, þá er ég konan þin“ sagði Marta, „og ég skal gæta þess að týna þér ekki aftur. Þú skalt aldrei hverfa mér úr augsýn, það sem eftir er æfinn- ar. Aldrei.“ „Hvaða vitleysa, góða mín,“ sagði skipstjórinn og leit kvíða- fullur á uppgjafaflugmanninn. „Hvaða vitleysa.“ „Það er engin vitleysa, Jem,“ sagði hún um leið og hún togaði hann niður á legubekkinn við hlið- ina á sér og lagði hendurna um hálsinn á honum. „Það getur ver- ið, að það sé allt satt, sem þú hefir sagt mér, en það getur líka verið, að það sé ekki satt. Það getur verið, að þú hafir verið giftur ein- hverri annarri konu, en nú er ég búin að fá þig, og ég ætla ekki að sleppa þér aftur.“ „Svona, svona,“ sagði skipstjór- inn eins sefandi og kökkurinn, sem sat I hálsinum á honum, leyfði. „Hvað viðvíkur þessum litla manni, þá giftist ég honum aðeins af þvi, að hann skapraunaði mér svo oft,“ sagði frú Pepper með tár- D VÖL in 1 augunum. „Ég elskaði hann aldrei, en hann elti mig á röndum með bónorðum sínum. Var það tólf eða þrettán sinnum, sem þú baðst mín, Pepper?" „Man það ekki,“ sagði Pepper stuttaralega. „En ég elskaði hann aldrei," hélt hún áfram. „Elskaði ég þig nokk- urntíma, Pepper?“ „Aldrei," sagði Pepper ákafur. „Enginn hefir nokkurntíma átt eins tilfinningarlausa og harð- brjósta konu og ég. Það skal ég fúslega játa.“ Um leið og hann gaf trúmennsku konu sinnar þennan vitnisburð, var barið að dyrum, og inn kom dóttir prestsins, kvenmaður, sem ekki var gott að segja til um aldur á. Hún staðnæmdist í dyrunum og starði agndofa á æðisgengnar, en árangurslausar tilraunir Cripp- ens skipstjóra til þess að losa sig úr þessum faðmlögum, sem voru eins óþægileg, eins og þau voru hlægileg. „Frú Pepper!“ sagði prestsdótt- irin undrandi. „Ó, frú Pepper!“ „Það er allt í lagi ungfrú Win- throp,“ sagði frú Pepper rólega, um leið og hún keyrði eldrautt andlit skipstjórans aftur ofan á öxl sér, „þetta er fyrri maðurinn minn, Jem Budd.“ „Drottinn minn!“ sagði ungfrú Winthrop og hrökk við. „Það er Enoch Arden holdklæddur!" „Hver?“ spurði Pepper með upp- gerðaráhuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.