Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 26

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 26
184 DVÖL um, við enda hans, en vinur yðar í herberginu, sem sneri út að göt- unni, og nú er mitt herbergi." Þá í fyrsta skipti öll þessi ár, minntist ég þjónustustúlkunnar og spurði: „Munið þér eftir fallegri, smávaxinni þjónustustúlku, sem var hjá föður yðar? Ef ég man rétt, var hún bláeyg, með Ijómandi fagr- ar tennur.“ Hann svaraði: „Já, herra, hún dó af barnsförum skömmu siðar.“ Síð- an benti hann út í húsgarðinn, þar sem haltur, ræfilslegur maður var við vinnu sína, og sagði: „Þetta er sonur hennar.“ Ég hló: „Ekki er hann fagur, lík- ist ekki móðurinni. Vafalaust eftir- mynd föður síns.“ Veitingamaðurinn svaraði: „Það getur verið, en það vissi aldrei neinn, hver faðirinn var. Hún dó, án þess að gefa það upp, og enginn vissi til þess að hún ætti unnusta. Allt komst í uppnám, þegar ástand hennar varð ljóst. Öllum fannst það svo ótrúlegt." Einhver óþægilegur hrollur fór um mig, ein af þessum sársauka- fullu bendingum, sem við vitum ekki hvaðan koma, en snerta hjart- að líkt og nálægð ægiþrungrar sorgar. Ég horfði á manninn í garð- inum. Nú kom hann með tvær vatnsfötur til þess að brynna hest- unum, sveiflaði í stóra hálfhringi þeim fætinum, sem styttri var. — Hann var tötralega klæddur og framúrskarandi óhreinn. Hárið var mikið og gult, en svo óhreint af mykju og rusli, að það féll í klepr- um niður með vöngunum. Veitingamaðurinn hélt áfram: „Það er mjög lítið gagn að vinnu hans, og hann hefir aðeins fengið að vera hér vegna þess, að ég get ekki fengið af mér að reka hann. Ef til vill hefði hann getað orðið dálítið skárri, ef hann hefði íengið gott uppeldi. En þér skiljið herra, hvernig það er, þegar hvorki er fað- ir né móðir og peningana vantar! Foreldrar mínir aumkuðust yfir hann sem barn, en samt sem áður, hann var ekki þeirra barn, eins og þér getið skilið.“ Ég sagði ekki neitt. Ég fór í rúmið í gamla herberginu mínu. En ég gat ekki sofið. Ég lá andvaka og hugsaði um þenna ves- alings vinnumann, og ég gat ekki varizt því, að spyrja sjálfan mig: Ef þetta væri nú sonur minn? Var það mögulegt, að ég hefði verið valdur að dauða stúlkunnar og þar að auki faðir þessa barns Auðvitað gat það verið? Ég ákvað að tala við þenna náunga og reyna að finna hinn rétta fæðingardag hans. Eins til tveggja mánaða mis- munur mundi taka af allan efa. Ég lét koma með hann til mín daginn eftir. En hann skildi ekki orð í frönsku. Yfirleitt virtist hann ekki skilja neitt og á látbragði hans, er þjónustustúlkan reyndi að spyrja hann, sá ég, að hann myndi vera alger fábjáni. Hann stóð fyrir framan mig eins og fifl, sneri húf- unni milli handanna, sem voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.