Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 39
D VÖL
urinn sneri sér við, var hún búin
að vefja utan um þá.
Er hann var farinn, að afstöðnu
óvenjulega skemmtilegu samtali,
brosti Martha með sjálfri sér, en
hún kenndi þó nokkurs kvíða.
Hafði hún verið of djörf? Mundi
hann móðgast? Gat smjörið verið
nokkurt tákn ókvenlegrar ást-
leitni?
Mestan hluta dagsins dvaldi
hugsun hennar við þetta atriði.
Hún skóp í huga sér mynd þess,
er hann uppgötvaði þennan litla
grikk hennar. Hún sá hann í anda
leggja frá sér penslana og lita-
spjaldið. Og þarna stóð málverka-
grindin hans með mynd, sem hann
vann að, og þar voru fjarvídd-
irnar hafnar yfir alla gagnrýni.
Svo bjóst hann til þess að borða
morgunverðinn, vatn og þurrt
brauð. Nú skar hann á brauðinu
..... ó! Martha roðnaði. Skyldi
hann hugsa til þess, sem lét
smjörið þar? Skyldi hann gera
það?
Dyrabjöllunni var hringt harka-
lega. Einhver kom inn með miklu
fasi.
Ungfrú Martha hraðaði sér
fram. Þar stóðu tveir menn. Ann-
ar þeirra var ungur maður, reykj-
andi pípu, maður, sem hún hafði
aldrei séð. Hitt var listamaðurinn
hennar. Hann var dökkrauður í
andliti, hatturinn hékk aftur á
hnakka. Hann kreppti hnefana og
steytti þá ógnandi framan í
Mörthu, framan í ungfrú Mörthu!
197
„Dummkopf!“ öskraði hann.
„Tausendonfer!" hélt hann á-
fram og svo sagði hann eitthvað
fleira á þýzku.
Ungi maðurinn reyndi að toga
hann í burtu.
„Ég fer ekki fyr en ég hefi sagt
henni það,“ hrópaði hinn reiði-
lega. Og hann sló búðarborðið eins
og bumbu.
„Þér hafið eyðilagt mig“, hvæsti
hann, og bláu augun hans skutu
gneistum á bak við gleraugun.
Ungfrú Martha hallaðist upp að
búðarhillunum og fitlaði með ann-
arri hendi við bládröfnótta silki-
kjólinn sinn.
Ungi maðurinn tók í jakka-
kraga félaga síns.
„Komdu“, sagði hann, „þú hef-
ir sagt nóg.“ Svo togaði hann hinn
reiða mann út að dyrunum og inn
í hliðarganginn, því næst kom
hann aftur.
„Það er víst bezt að segja yður
hverju þessi gauragangur sætir,“
sagði hann. „Þessi maður heitir
Blumburger og er húsameistari,
ég vinn á sömu skrifstofu og hann.
í þrjá mánuði hefir hann verið
önnum kafinn við að vinna að
teikningu stórbyggingar, — það
var verðlaunakeppni. — Hann
lauk blekteikningunni í gær. Eins
og þér ef til vill vitið, eru frum-
drættirnir ávallt gerðir með blý-
anti, síðan eru þeir þurrkaðir út
með mola af þornuðu brauði, það
er miklu betra en strokleður. —
Blumburger hefir keypt brauðið