Dvöl - 01.07.1939, Side 54

Dvöl - 01.07.1939, Side 54
212 DVÖL villast á þeim. Vitið þér, að mig vantaði aðeins tvo í viðbót til þess að geta borgað víngarðinn minn? Hjálpið þér mér að leita hjá þess- um piltum, annars kalla ég á lög- regluna! Flýtið yður!“ „Gott og vel,“ sagði rödd húsráð- andans, „við leitum, og Maria með okkur. Það er verst fyrir yður sjálf- an, ef við finnum ekkert og múr- ararnir verða reiðir. Þér hafið neytt mig til þess.“ Jean Frangois varð mjög skelk- aður. Hann mundi eftir erfiðleik- unum undanfarið og smáskuldum Saviniens. Hann hafði líka verið svo þungbúinn undanfarna daga. Samt gat hann ekki trúað því, að Savinien væri þjófur. Hann heyrði másið í Avergne-búanum, sem var að leita í pjönkum þeirra, og hann þrýsti krepptum hnefanum að brjósti sér til þess að sefa hjart- sláttinn. „Hér eru þeir!“ hrópaði nirfill- inn skyndilega með sigurgleði í röddinni. „Hér eru luidorarnir mín- ir og það í sunnudaga-vestinu hans Saviniens, hræsnarans þess arna. Lítið þér á, húsráðandi. Þeir eru alveg eins og ég lýsti þeim. Hér er Napoleon, maðurinn með veldis- sprotann og Filip, sem ég markaði með tönnunum. Lítið þér á tanna- förin! Ó, þessi betlari með yfirskin guðhræðslunnar. Ég hefði miklu frekar getað grunað hinn. Sá skal sannarlega fá að fara í fangelsi, fanturinn.“ í sama bili heyrði Jean Frangois hægt fótatak í stiganum og þekkti strax, að það var Savinien. „Hann er að ganga út í glötunina" hugsaði Jean með sér. „Eg hefi tíma. Hann á eftir að ganga upp þrjár hæðir.“ Hann hratt upp hurðinni og gekk rakleitt inn í herbergið náfölur. Húsráðandinn og vinnustúlkan stóðu vandræðaleg út í horni og Avergne-búinn var að kyssa gull- peningana sína og lá á hnjánum í fatahrúgunni. „Það er komið nóg af þessu,“ sagði Frangois harkalega. „Ég tók peningana og lét þá í kistu félaga míns. Það er illverk. Ég er þjófur, en ekki Júdas. Kallið á lögregluna! Ég ætla ekki að reyna að flýja, en ég verð aðeins að fá að segja örfá orð við Savinien undir fjögur augu. Hann kemur hérna. Savinien var kominn inn og stóð sem negldur við gólfið með starandi augu og hangandi hendur. Hann sá, að glæpurinn var kominn upp. Jean Frangois greip til hans, eins og hann vildi faðma hann að sér og hvíslaði i eyra honum með bæn- arrómi: „Vertu rólegur." Síðan sneri hann sér til hinna og sagði: „Lofið mér að tala við hann í einrúmi. Ég skal ekki fara út. Lok- ið okkur inni ef þið viljið, en látið okkur vera eina.“ Hann benti þeim á dyrnar með skipunarsvip. Þeir gengu út. Savin- ien var seztur á rúmið og horfði örvæntingarfullur niður fyrir sig,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.