Dvöl - 01.07.1939, Page 27

Dvöl - 01.07.1939, Page 27
D VÖL hnýttar og óhreinar, og hló bjána- lega, þó var sem í kringum augu hans og munn væri eitthvað, sem minnti á bros móður hans. Nú skarst veitingamaðurinn í leikinn og bauð mér hjálp sína. Hann náði fyrir mig í fæðingarskír- teini þessa mannaumingja. Hann fæddist átta mánuðum og tuttugu og sex dögum eftir burtför mína frá Pont-Labbé. Ég vissi burtför mína þaðan alveg nákvæmlega, því að ég kom til Lorient 15. ágúst. At- hugasemdin var: „Faðirinn óþekkt- ur“. Nafn móðurinnar var Jeanne Carradec. Við þessar upplýsingar fékk ég ákafann hjartslátt og komst í svo mikla geðshræringu, að ég gat ekki talað. Ég starði á þenna fávita með gula hárið, sem virtist óhreinna en húð nokkurs dýrs gæti verið. Og þessi vesalingur, undrandi yfir til- liti mínu, kreisti upp úr sér hlátur, sneri höfðinu og reyndi að komast burt. Hvern einasta dag ráfaði ég fram með litlu ánni, í þungum hugsun- um. En hvað gagnaði það? Það var ekkert, sem gat tekið af öll tvímæli. Klukkutíma eftir klukkutíma mundi ég rökræða við sjálfan mig allt, sem mælti með þvi og mót, að ég væri faðirinn, flækja sjálfan mig í allskonar ágizkunum, en árang- urslaust. Sami grunurinn mundi altaf þrengja sér inn í hug minn, grunur, er siðan mundi snúast í ægilega vissu, sannfæringu um það, að þessi maður vœri sonur minn. 185 Ég hafði enga lyst á miðdegis- verðinum og fór inn í herbergi mitt. Það leið langur tími þangað til ég gat sofnað, og í svefninum ásóttu mig illir draumar. Ég sé þenna aula hlæja framan í mig og kalla mig „pabba“. Þvínæst tók hann á sig hundsmynd og beit mig. Árangurs- laust reyndi ég að losna við þessar hugsanir, en hann fylgdi mér allt- af, og í staðinn fyrir að gelta, eins og hundur, talaði hann, storkaði mér. Eða mér fannst hann standa uppi í ráðuneytinu, þar sem vinir mínir sátu, og spyrja, hvort ég væri ekki faðir hans, og einn þeirra hrópaði: „Jú, það er vafalaust, sjáið þið ekki, hve hann líkist honum.“ Og í raun og veru varð ég var við, að þessi aumingi líktist mér. Ég vaknaði upp með þessa hug- mynd grafna í hug minn, samfara löngun til að sjá hann aftur, svo að ég gæti skorið úr, hvort það væri nokkuð það í fari hans eða útliti, sem gæti bent á, að ég væri faðir hans. Ég sat fyrir honum, þegar hann fór til kirkjunnar. Það var á sunnu- degi. Ég stöðvaði hann, gaf honum einn franka og reyndi að tefja hann meðan ég athugaði hvern drátt i andliti hans. Hann byrjaði að hlæja á sinn bjánalega hátt, því næst hljóp hann burt, hálfhræddur við augnaráð mitt, eftir að hafa muldr- að einhver orð, sem vafalaust hafa átt að þýða: „Þakka yður fjnrir.“ Svo leið þessi dagur í sömu ang-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.