Dvöl - 01.07.1939, Page 40

Dvöl - 01.07.1939, Page 40
T ækif ærisYísur Eftir Bjarna Ásgeirsson alþingismann Hér kemur útvarpserindi eftir Bjama Ásgeirsson alþlngismann, en hann er, eins og mörgum er kunnugt, einn af ágæt- ustu hagyrðingum okkar. Hefir dálítið verið fellt úr erindinu í prentuninni, en þó birtast hér nokkrar vísur, sem áður hafa flogið manna á mili og jafnvel komið á prent í blöðum — stundum þó dálítið brenglaðar. Þykir Dvöl vænt um að geta flutt lesendum sínum þær réttar. Góðar tækifærisvísur eru oft sérstæðar íslenzkar perlur. Það er gott að þær perl- ur varðveitist í bókasöfnum bókhneigðra manna, þó að löngum skíni þær skærast í hinu daglega lífi, í viðtölum, borðræðum og annars staðar, þar sem ferskeytlan er hinn bezti gleðigjafi. Það eru tvær íþróttir, sem íslend- ingar hafa lengi iðkað, þjóðar- íþróttir — sem ekki hafa þekkzt annarsstaðar. Önnur er líkamleg, hér. En í dag, — ja, þér vitið — — smjör er ekki gott til slíkra hluta, og nú, sjáið þér til, er áætl- un Blumburgers til einkis nýt.“ Ungfrú Martha gekk inn í her- bergið inn af búðinni, hún af- klæddist bládröfnótta silkikjóln- um og fór í gamla, brúna ullarkjól- inn sinn, sem hún var vön að nota á virkum dögum. Svo tók hún ald- inblönduna og hellti henni út um gluggann, niður í öskutunnuna. Haukur Kristjánsson þýddi. Bjarni Ásgeirsson. íslenzka glíman, hin andleg, ís- lenzka vísnagerðin. Hvortveggja iþróttin hygg ég að sé í nokkurri hættu. Glímunni hefir hnignað stórum á undanförnum árum og mig uggir að áhugi, skilningur og smekkur fyrir ljóða- og vísnagerð fari óðum minkandi meðal æsk- unnar í landinu, einkum í kaup- stöðum, en á sama tíma er hin við- bjóðslega íþrótt, hnefaleikurinn, að ryðja sér til rúms meðal íþrótta- manna, og rímbrenglaður þvætt- ingur undir negravæli, meðal ungra manna og kvenna.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.