Dvöl - 01.07.1939, Page 76

Dvöl - 01.07.1939, Page 76
234 er sólin eitt lognkvöld við lífinu hló, um leið og hún dó. Ég sat þar með blómvönd við blágullinsund, þessa blíðlátu stund, og vissi, að stúlka með lífsglaða lund myndi leita á minn fund. Og það var til hennar, sem kvæðið ég kvað á þeim kyrrláta stað, og með lifrauðu blóði á liljuhvitt blað ég letraði það. Lítill vafi er á því, að þannig kysi Jó- hannes úr Kötlum helzt að yrkja. En harka heimsins knýr hann til þess að smiða sverð úr því stáli, sem hann hefði gjarnan viljað gera af plógjárn, og nota gígju sína sem barefli á ranglætið og grimmdina. Kvæðið, sem hann sjálfur kallar sitt fegursta, virðist næg sönnun þess, að harpa hans myndi ekki þagna, þótt heimurinn yrði honum meir að skapi en hann er nú. Þ. G. Stefan Zweig: María Antoi- netta. Þýtt hefir Magnús Magnússon. Útgef.: ísafoldar- prentsmiðja h.f. Reykjavík. Lesendum Dvalar er höfundur þessarar bókar að góðu kunnur, síðan saga eftir hann: Hlaupaæðið, birtist í tímaritinu, í þýðingu Þórarins Guðnasonar. Áður hafa tvær stuttar sögur birzt á íslenzku eftir hann. En með Maríu Antoinettu kynnast íslendingar þessum höfundi, þar sem styrkur hans er ekki minnstur — sem æfi- söguritara. En Zweig hefir verið nefndur „meistari æfisögunnar" og ekki að ástæðu- lausu, því ritverk hans um liðna menn og atburði eru löngu fræg orðin. í þessari bók tekur höfundurinn sér fyrir hendur að rannsaka og skýra æfi Maríu Antoinettu, austurrísku drottningarinnar í Frakklandi, sem líflátin var eftir stjóm- arbyltinguna frönsku. En það er engan- veginn létt verk, að skilgreina persónu, sem speglanir tímans hafa gripið, frá D VÖL tveimur jafnólíkum hliðum og þeim, sem séðar eru af fylgjendum og andstæðingum byltingarinnar. Zweig sér og skilur þetta vel. Þess vegna hikar hann ekki við að leita orsaka, þar sem aðrir sagnaritarar hafa lokað aug- unum, vílar ekki fyrir sér að ganga í berhögg við skoðanir, sem áður hafa gilt. Hann er hrifinn af Maríu Antoinettu, ekki sem drottningu né fulltrúa konungsstétt- arinnar, heldur sem konu. En þessi hrifn- ing gerir honum auðveldara að skýra orð og athafnir drottningarinnar, og þó eink- um á þeim stundum, sem hún nýtur sín bezt sem kona. Vafalaust munu skoðanir manna skipt- ar um það, hvort rekja megi rætur bylt- ingarinnar frönsku jafn beina leið til persónu drottningarinnar og einkalífs hennar, eins og höfundurinn vill vera láta. En sé ekki svo, þá er hitt víst, að sá aldarháttur, sem franska byltingin reis móti, er persónugerður í Maríu Antoinettu. Hún er — eins og höfundurinn lýsir ræki- lega — síðasta og skýrasta spegilmynd tímanna fyrir 1789, fulltrúi rókókóaldar- innar, aldar, sem þrungin var fegurð, list, óhófi, örbirgð og ranglæti. Hún var báru- faldur hástéttanna — sem brotnaði I frönsku byltingunni og hefir aldrei risið að fullu aftur. Stefan Zweig er þetta fullkomlega ljóst. Hræringar þjóðfélagsins — sem ætíð hljóta að verða rætur stærstu atburðanna — fara ekki framhjá augum hans. En hann er framar öðru meistari æfisögunn- ar, rýnir einstaklingsins, og þess vegna verður það María Antoinetta, persónu- gerfingur aldarandans, sem kynnir okkur söguna í höndum hans. María Antoinetta er ekki létt og skemmtHeg bók í þess orðs venjulegu merkingu. En hún er meira en það, hún er grípandi, þung og sterk eins og flóð- bylgja, hörð og bitur eins og stál. Höfund- inum tekst að sýna öll veðrabrigði mann- legrar sálar — og þjóðfélagslegrar — frá bjartasta skini og yfir í dimmasta skúr.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.