Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 67

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 67
D VÖL 225 sér. Farðu þá! Ég hélt, að ég hefði gifst konu, en ekki hugsunarlausri brúðu! Farðu bara aftur til föður þíns og Ottó Gregers, þíns gamla aðdáanda.“ „Sveinn Eiríkur!“ „Já, hvers vegna giftist þú hon- um ekki? Hann er þér samboðinn. Þú hefir sýnt mér inn í himininn, og nú kastarðu mér niður til vítis!“ Kettlingurinn fór að mjálma. „Hann er víst svangur,“ sagði ég. „Svangur?“ endurtók Sveinn Ei- ríkur, „ef til vill er hann það, og sulturinn er hræðilegur! Biddu til guðs að þú verðir aldrei svöng.“ Hann greip hattinn sinn og þaut út úr húsinu.------ „Mér þykir vænt um, að þú ert loksins komin aftur, litla stúlka,“ sagði pabbi, fyrsta kvöldið, sem ég var heima, og það kom mildur glampi í skörpu augun hans. „Þú líkist mér; við viljum aðeins hið bezta.“ „Ó, pabbi, hvað það er yndislegt að vera aftur komin heim! Það er líkast því, að ég hafi aldrei farið burtu,“ sagði ég. Rödd hans skalf dálítið. „Ég hefi líka saknað þín, litla stúlka.“ Það var gælunafnið mitt. Aðeins þegar hann var óánægður kallaði hann mig Bergljótu. — „Herbergið þitt stendur óhreyft, eins og þegar þú yfirgafst það. Og nú áttu að sofa í því aftur.“ Hann kyssti mig vand- ræðalega. Næsta morgun vaknaði ég glöð og hamingjusöm. Ég henti silki- dúnábreiðunni til hliðar og hljóp út að glugganum. Garðurinn var dásamlegur í glitrandi morgun- dögginni.Ó,aðeins að mamma hefði verið á lífi! Hún elskaði garðinn og hafði séð um fyrirkomulag hans. Undarlegt, að ég skyldi einmitt sakna hennar þennan morgun! Ég sá hana í anda trítla yfir grasflötina með — Sveini Eiríki! Hversvegna með honum, sem hún hafði aldrei séð? Var það vegna þess, að í raun og veru voru þau lík að eðlisfari? Ég mátti ekki hugsa um Svein Eirík. Hann tilheyrði liðna tíman- um, sem átti að vera þurrkaður út. Pabbi jós yfir mig gjöfum, fötum, gimsteinum, skinnkápum, skraut- legri bifreið, og ég byrjaði aftur mitt fyrra líf. Vinir og vinkonur heimsóttu mig. Þar á meðal var Ottó Gregers, sem hafði verið minn auðmjúkur þjónn og óaðskiljanleg- ur fylgdarsveinn fram að þeim degi, sem ég steig upp í bílinn hans pabba með Svein Eirík við stýrið. Um leið var Ottó Gregers gleymd- ur! Og nú, eftir eitt ár og einn dag, var allt búið með okkur Sveini Ei- ríki! Ég kastaði mér út í skemmtana- lífið, en fann mér til undrunar, að ég var orðin öll önnur en ég var áður. Ég talaði um það við Ottó. „Ég skil ekki sjálfa mig. Ég er ekki hamingjusöm, og samt gerir pabbi allt fyrir mig, og þú ert lika svo góður, Ottó.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.