Dvöl - 01.07.1939, Page 38

Dvöl - 01.07.1939, Page 38
196 DVÖL „Viljið þér gera svo vel að láta mig fá tvo hleifa af gömlu brauði?“ sagði hann. „Þér hafið þarna ljómandi fallega mynd,“ hélt hann svo áfram á meðan Martha var að búa um brauðið. „Já,“ svaraði hún, full aðdáunar á kænskubragði sínu. „Ég dáist að listum og.... (nei, það var ekki viðeigandi að bæta við „listamönn- um“, svona strax) og málverkum. Finnst yður þetta góð mynd?“ „Höllin er ekki vel teiknuð,“ sagði hann. „Fjarvíddir myndarinnar eru ekki réttar. Verið þér sælar, frú.“ Hann tók brauðið, hneigði sig og flýtti sér út. Já, hann hlaut að vera lista- maður. Ungfrá Martha lét myndina á sinn fyrri stað. En hvað augu hans ljómuðu blíð- lega og göfugmannlega á bak við gleraugun! Hann hafði svo hátt enni! Að geta dæmt um fjarvíddir myndarinnar við fyrsta tillit! Og lifa á gömlu brauði! En snilling- arnir verða oft að heyja harða baráttu, áður en þeir hljóta viður- kenningu. Hvílíkur styrkur væri það fyrir listamann, að hafa að bakhjalli tvö þúsund dollara í banka, brauða- sölubúð og gott hjarta. — En þetta voru dagdraumar, ungfrú Martha. Upp frá þessu var maðurinn allt- af vanur að rabba nokkra stund við Mörthu, og hann virtist þrá að heyra uppörvandi orð frá henni. Hann hélt áfram að kaupa gamalt brauð, aldrei kökur eða skorpu- steik ,aldrei neitt af hinu ljúffenga tekexi hennar. Mörthu fannst hann vera orðinn hálf magur og niðurdreginn. í hjarta sínu þráði hún að bæta einhverju ljúffengu hnossgæti við þennan fátæklega rétt hans, en hana skorti hugrekki, þegar á átti að herða. Hún vildi ekki móðga hann, hún þekkti stærilæti lista- mannanna. Nú fór Martha að klæðast blá- dröfnótta silkikjólnum sinum dag- lega, en annars var hún vön að nota hann aðeins á tyllidögum. í her- berginu inn af búðinni tók hún að sjóða leyndardómsfulla blöndu úr aldinum og bóraxi. — Slíkt nota margir til andlitsfegrunar. Svo var það dag nokkurn, að við- skiptavinurinn kom eins og venju- lega og lagði aurana á búðarborðið og bað um brauðið. Á meðan Mar- tha var að ná í það, heyrðist eim- pípublátur utan af götunni og gufuvél fór skröltandi framhjá. Maðurinn gekk fram að dyrunum, til þess að sjá, hvað um væri að vera. Og nú sló því eins og eldingu niður í huga Mörthu, hvað gera skyldi, og hún greip tækifærið. Á neðstu hillu, bak við búðarborðið, var eitt pund af nýju smjöri, sem sendisveinninn frá rjómabúinu hafði nýlega komið með. Martha tók brauðhníf, skar djúpan skurð sitt í hvorn brauðhleif, tróð þar í vænni sneið af smjöri og þrýsti svo hleifunum saman. Þegar mað-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.