Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 28
186
DVÖL
istinni og þeir fyrri. Það var komið
undir kvöld, þegar ég sendi eftir
veitingamanninum. Ég gat þess,
með mikilli varfærni, til þess að
koma í veg fyrir allan grun, að ég
kenndi mjög í brjósti um þennan
vesalings mann, svo vina- og
vandalausan, svo einmana og yfir-
gefinn og allslausan, og að mig
langaði til að gera eitthvað fyrir
hann.
Hann svaraði: „Þér skuluð ekki
vera með áhyggjur hans vegna, það
er aðeins til að skapa yður árang-
urslausa fyrirhöfn og armæðu.
Hann vantar ekkert. Ég læt hann
vinna við að hreinsa gripahúsin og
það er allt og sumt, sem hann er
fær um að vinna.
Fyrir það læt ég hann fá fæði.
Hann sefur svo hjá hestunum.
Meira þarfnast hann ekki. Ef þér
eigið gamlar buxur að gefa honum,
þá gerið það, en ég segi yður fyrir-
fram, að eftir viku verða þær
komnar í tætlur".
Ég afréð ekkert, en ákvað að bíða.
Um kvöldið kom náunginn heim
blindfullur og hafði næstum kveikt
í húsinu og barið hestana til óbóta.
Loks sofnaði hann úti í rigningunni
liggjandi í mykjuhaugnum. Þetta
var árangurinn af örlæti mínu.
Næsta dag báðu þau mig að gefa
honum ekki meiri peninga, því að
hann væri beinlínis hættulegur
undir áhrifum víns og í hvert skipti,
sem hann ætti tvo sous í vasanum,
færi hann og keypti brennivín fyrir
þá.
Og veitingamaðurlnn sagði: „Að
gefa honum peninga, er sama og að
myrða hann“.
J
Það var sjáanlegt, að þessi vesa-
lingur hafði aldrei haft peninga
undir höndum, í hæsta lagi nokkra
centimes, sem ferðamenn höfðu
kastað til hans, og þekkti áreiðan-
lega ekki betri stað fyrir þá en öl-
stofuna.
Því næst eyddi ég nokkrum
klukkustundum í herbergi mínu.
Sat með opna bók og lét sem ég
læsi, en raunverulega gerði ég ekki
annað en horfa út um gluggann á
fábjánann í garðinum. Sonur minn!
Sonur minn! Ég reyndi að sjá, hvort
hann væri nokkuð líkur mér. Með
nákvæmri eftirtekt fannst mér ég
sjá drætti í kringum augu og nef,
sem virtust bera svip af mér. Og ég
var strax sannfærður um, að hann
væri í mörgu líkur mér, en að það
leyndi sér aðeins vegna óhreininda
og tötralegs klæðnaðar.
Ég gat ekki verið lengi á gisti-
húsinu án þess að vekja grun. Ég
lagði því af stað, hryggur og niður-
brotinn, og skyldi eftir í höndum
veitingamannsins nokkra fjárupp-
hæð, sem ég ætlaði honum að verja
á einhvern hátt til hjálpar þessum
fáráðling.
Síðan eru sex ár og þessar hugs-
anir hafa alltaf fylgt mér, þessi
hræðilega óvissa, þessi andstyggi-
legi vafi, sem á hverju ári dregur
mig til Pont Labbé með ómótstæði-
legu afli. Hvert ár dæmi ég sjálfan
mig til þeirra hræðilegu sálarkvala