Dvöl - 01.07.1939, Page 58

Dvöl - 01.07.1939, Page 58
216 DVÖL engin tök á að stjórna verkalýðs- hreyfingu Noregs. Stefna þeirra átti illa við skap norsku verka- lýðsleiðtogana, hina frjálsbornu sonu fjarða og dala, sem ekki voru vanir að láta erlenda og ókunna skrifstofumenn segja sér fyrir verk- um. Brátt hófust beizkar og hat- ramar deilur milli Tranmæls og Moskva-kommúnista, og þeim lauk svo, að flokkurinn gekk út úr þriðja Internationalen og kom ekki inn aftur. 1927 tókst Tranmæl að sam- eina öll flokksbrot verkamanna í einn flokk. Moskvakommúnistar hurfu úr sögunni sem flokkur, en verkamannaflokkurinn vann glæsi- legan kosningasigur 1927 og mynd- aði fyrstu stjórn sína 1928 (Horns- rudstjórnina). Verkamannaflokk- urinn varð þó aftur að fara frá völdum og var enn á ný í stjórnar- andstöðu, þangað til að Nygaards- vold myndaði stjórn sína 1935. Á öllum þessum árum hefir Tran- mæl verið áhrifaríkasti maður flokksins. Þó hefir hann aldrei set- ið í ráðherrastóli. Hann hefir aldrei haft neinar áberandi stöður í flokknum, og er aðeins óbreyttur meðlimur í miðstjórn hans. Á þingi sat hann aðeins í tvö ár. En hann hefir, síðan 1920, verið aðalritstjóri flokksblaðsins Arbejderbladet. Með blaðinu hefir hann stjórnað flokknum og haft mjög mikil áhrif á hugsunarhátt norskrar alþýðu. Hann hefir, með ritsnilld sinni og mælsku, brotið nýjum hugsjónum og djarfari hugsunarhætti braut, meðal norskra verkamanna og kennt þeim að líta á sjálfa sig sem frjása menn, sem sökum starfs síns í þágu þjóðarinnar, væru kjarni þjóðfélagsins. Enginn hefir átt slík- an þátt sem hann í því að uppræta hjá verkamönnum kúgunaranda og minnimáttarkennd, og enginn hefir með slíku harðfylgi sem hann brotið á bak aftur stéttarhofmóð yfirstéttanna. Tranmæl hefir unn- ið mikið að því, að hefja verka- lýðinn á hærra menningarstig. Með óteljandi ritum og fyrirlestr- um hefir hann reynt að fræða fá- tækasta hluta alþýðunnar um fé- lagsmál og bókmenntir.. Hann er mikill óvinur Backusar konungs, og það er fyrst og fremst Tranmæl að þakka, að drykkju- sakpur sá, er áður einkenndi svo mjög norska alþýðu, er nú mjög í rénun. Hann hefir ötullega barizt fyrir því að koma upp sterkri æskulýðshreyfingu meðal verka- manna og komið flokksskólum á fyrir fátæka drengi og stúlkur, sem ekki eiga kost á æðri skólamennt- un. Tranmæl er mjög elskaður af alþýðumönnum í Noregi. En auð- vitað er hann hataður af mörgum pólitískum andstæðingum. Það mun þó mega segja um Tranmæl, það sem Engels sagði um Karl Marx látinn: „Hann mun eiga marga hatramma andstæðinga, en engan persónulegan óvin“. Tranmæl stendur nú á sextugu, og er þó svo ern og hraustur, sem fertugur væri. Hann stundar skógargöngur, skíða-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.