Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 5

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 5
D VÖL 163 þegar hann lagði af stað með Lon- don-lestinni morguninn eftir og horfði út yfir Sunset Bay, þangað til hann hvarf á bak við hæð. Svo mörg og margbreytileg voru svip- brigðin á andliti hans, að gömul koha, sem hann hafði tekið sætið frá, hætti við að láta hann vita um það, en hóf í þess stað gremjufullar samræður við dóttur sina, og var Pepper umræðuefnið, án þess að hann tæki nokkuð eftir því. í sama leiðsluástandi steig hann upp í Bayswater strætisvagn, og beið þolinmóður þess að hann kæmi til Poplar. Tveim stundum síðar stóð hann frammi fyrir litlu húsi, máluðu með mörgum litum, hringdi bjöllunni og spurði eftir Crippen skipstjóra. Stór maður, með ljósblá augu og sitt, grátt skegg, kom fram. Þegar hann þekkti gestinn, gaf hann frá sér undrunarhljóð, tók hjartanlega í hönd honum, togaði hann inn í forstofuna og ýtti honum svo inn í stofu. Þar klappaði hann á bakið á honum og æpti hástöfum á strák- inn, sem hafði komið til dyra. „Komdu með eina vambmikla brennivínsflösku og tvær langar pípur,“ sagði hann þegar strákur- inn kom í dyrnar, og horfði for- vitnislega á uppgjafahermanninn. Jackson hlýnaði um hjartaræt- urnar við að sjá þennan undirbún- ing til að fagna komu hans. „Jæja, það er fallega gert af Þér að koma svona langa leið, til þess að heimsækja mig,“ sagði skipstjórinn, þegar drengurinn var farinn. „Þú varst nú líka svo trygg- ur, Pepper. Og hvernig er konan?“ „Slæm,“ sagði Pepper og stundi. „Slæm til heilsunnar?“ spurði skipstjórinn. „Slæm á skapsmununum," sagði Pepper. „Mér er sama, þó að ég segi þér það, Crippen, hún er að drepa mig, kerlingin — seigdrepa mig!“ „Uss!“ sagði Crippen. „Hvaða vitleysa! Þú kannt ekki lagið á henni!“ „Ég hélt kannske, að þú gætir gefið mér góð ráð,“ sagði Pepper sakleysislega. „Ég sagði við sjálfan mig í gær: Pepper, farðu og finndu Crippen skipstjóra. Það, sem hann veit ekki um kvenfólk og meðferð á því, er ekki mikils virði! Ef það er nokkur, sem getur hjálpað mér úr þessari klípu, þá er það hann. Hann hefir máttinn til þess, og það sem meira er um vert, hann hefir viljann til þess!“ „Hvað veldur þessari geð- vonzku?“ spurði skipstjórinn, með lögfræðilegum spekingssvip, um leið og hann tók við flöskunni af stráknum og hellti í tvö glös. „Það er ekkert óeðlilegt við það,“ sagði vinur hans raunalega. „Hún kallar það sjálf að vera í góðu skapi. Og hún er svo góðgjörn! Hún á gifta bróðurdóttur í næsta húsi, og þegar stelpan kemur yfir til okkar, og dáist að einhverju sem hún sér — sem ég á vitanlega — þá gefur hún henni það! Um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.