Dvöl - 01.07.1939, Page 4

Dvöl - 01.07.1939, Page 4
162 minn hefði verið lifandi, og sæti þarna í stólnum í staðinn fyrir þig, ó, hvað ég væri þá sæl!“ „Ef hann vill koma og skipta við mig, þá er hann velkominn,“ sagði Pepper. „Það er minn stóll, og það var stóll föður mlns þar áður, en ég vildi engum lifandi manni frekar gefa hann en fyrri manninum þín- um. Ja-há! Hann vissi, hvað hann gerði, þegar Dolphin sökk, það er áreiðanlegt. Það er ekki þar fyrir, ég lái honum það ekki.“ „Hvað áttu við?“ spurði konan hans. „Það er trú mín, að hann hafi ekki farizt með henni,“ sagði Pep- per, og gekk yfir að hurðinni og lagði hendina á snerilinn. „Hafi ekki farizt með henni?“ endurtók konan hans þykkjufull. „Hvað varð þá af honum? Hvar hefir hann verið þessi þrjátíu ár?“ „Hann hefir falið sig!“ sagði Pepper illgirnislega og hljóp upp stigann. Herbergið uppi bar alls staðar merki um hinn sárt syrgða eigin- mann. Olíumálverk af honum hékk yfir arinhillunni, minni myndir — ágæt sýnishorn af getuleysi ljós- myndarans — voru á víð og dreif um herbergið og ýmsu, sem hann hafði átt, þar á meðal stór sjóstíg- vél, var hlaðið upp í einu horninu. Á allt þetta horfði Jackson Pepper með sorgarblöndnum vonleysis- svip. „Það yrði gaman að sjá hana, ef hann kæmi nú eftir allt saman,“ D VÖL sagði hann lágt við sjálfan sig. „Maður hefir svo sem lesið um annað eins í bókum. Ég er viss um, að hún yrði fyrir vonbrigðum, ef hún sæi hann núna. Það breytist margur á skemmri tíma en þrjátíu árum.“ „Jackson!“ kallaði kona hans upp. „Ég er að fara út. Ef þig lang- ar í miðdegismat, þá geturðu feng- ið þér hann sjálfur, annars geturðu verið án hans!“ Útidyrahurðin skall harkalega í, og Jackson gekk varlega út að glugganum og horfði á eftir kon- unni sinni sigla niður sundið. Svo settist hann aftur niður og tók upp hugsanaþráðinn að nýju. „Ég myndi fara leið mína á þessu augnabliki, ef ég þyrfti ekki um leið að skilja eftir allar eigur mín- ar,“ sagði hann dapurlega. „Það eru ekki nokkur þægindi hér! Rifr- ildi og skammir frá morgni til kvölds! Já, Budd kapteinn, þú fórst laglega með mig, þegar þú sigldir skútunni þinni í kaf. Komdu aftur, og taktu við stígvélunum, þau eru of stór handa mér.“ Allt í einu spratt hann upp og starði fram fyrir sig, á meðan óljóst hugboð var að fá á sig fast form í heila hans. Hann deplaði augun- um og fölnaði í framan af æsingu, hratt upp litla grindaglugganum og settist við hann og horfði hugs- g,ndi út á fjörðinn. Loks tók hann háttinn sinn og fór út. Hann var enn í þungum þönkum,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.