Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 4
162 minn hefði verið lifandi, og sæti þarna í stólnum í staðinn fyrir þig, ó, hvað ég væri þá sæl!“ „Ef hann vill koma og skipta við mig, þá er hann velkominn,“ sagði Pepper. „Það er minn stóll, og það var stóll föður mlns þar áður, en ég vildi engum lifandi manni frekar gefa hann en fyrri manninum þín- um. Ja-há! Hann vissi, hvað hann gerði, þegar Dolphin sökk, það er áreiðanlegt. Það er ekki þar fyrir, ég lái honum það ekki.“ „Hvað áttu við?“ spurði konan hans. „Það er trú mín, að hann hafi ekki farizt með henni,“ sagði Pep- per, og gekk yfir að hurðinni og lagði hendina á snerilinn. „Hafi ekki farizt með henni?“ endurtók konan hans þykkjufull. „Hvað varð þá af honum? Hvar hefir hann verið þessi þrjátíu ár?“ „Hann hefir falið sig!“ sagði Pepper illgirnislega og hljóp upp stigann. Herbergið uppi bar alls staðar merki um hinn sárt syrgða eigin- mann. Olíumálverk af honum hékk yfir arinhillunni, minni myndir — ágæt sýnishorn af getuleysi ljós- myndarans — voru á víð og dreif um herbergið og ýmsu, sem hann hafði átt, þar á meðal stór sjóstíg- vél, var hlaðið upp í einu horninu. Á allt þetta horfði Jackson Pepper með sorgarblöndnum vonleysis- svip. „Það yrði gaman að sjá hana, ef hann kæmi nú eftir allt saman,“ D VÖL sagði hann lágt við sjálfan sig. „Maður hefir svo sem lesið um annað eins í bókum. Ég er viss um, að hún yrði fyrir vonbrigðum, ef hún sæi hann núna. Það breytist margur á skemmri tíma en þrjátíu árum.“ „Jackson!“ kallaði kona hans upp. „Ég er að fara út. Ef þig lang- ar í miðdegismat, þá geturðu feng- ið þér hann sjálfur, annars geturðu verið án hans!“ Útidyrahurðin skall harkalega í, og Jackson gekk varlega út að glugganum og horfði á eftir kon- unni sinni sigla niður sundið. Svo settist hann aftur niður og tók upp hugsanaþráðinn að nýju. „Ég myndi fara leið mína á þessu augnabliki, ef ég þyrfti ekki um leið að skilja eftir allar eigur mín- ar,“ sagði hann dapurlega. „Það eru ekki nokkur þægindi hér! Rifr- ildi og skammir frá morgni til kvölds! Já, Budd kapteinn, þú fórst laglega með mig, þegar þú sigldir skútunni þinni í kaf. Komdu aftur, og taktu við stígvélunum, þau eru of stór handa mér.“ Allt í einu spratt hann upp og starði fram fyrir sig, á meðan óljóst hugboð var að fá á sig fast form í heila hans. Hann deplaði augun- um og fölnaði í framan af æsingu, hratt upp litla grindaglugganum og settist við hann og horfði hugs- g,ndi út á fjörðinn. Loks tók hann háttinn sinn og fór út. Hann var enn í þungum þönkum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.