Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 25

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 25
D VÖL 183 tagne-mállýzku, eins og flestir sveitungar hennar. , Jæja, vini mínum batnaði ekkert, og þrátt fyrir það, þótt læknirinn fyndi enga sjúkdómsorsök, þá bannaði hann honum stranglega að fara á fætur og fyrirskipaði algera hvíld. Ég eyddi mestum hluta dags- ins, þennan tíma, við rúm vinar míns. Litla þjónustustúlkan okkar kom oft inn, ýmist með miðdags- verð handa mér, eða þá eitthvað að drekka handa honum. Ég stríddi henni dálítið og hún virtist hafa gaman af því, en auðvitað töluðum við ekkert saman, þar sem við gát- um ekki skilið hvort annað. Jseja, kvöld eitt fór ég mjög seint t frá vini mínum áleiðis til herbergis mins. Þá mætti ég þjónustustúlk- unni okkar, sem einnig var á leið í rúmið. Herbergisdyrnar mínar stóðu opnar. Gripinn einhverjum gáska tók ég utan um hana og færði hana, þótt hún streittist á móti, inn í herbergi mitt og lokaði hurðinni. Það, sem síðan fór fram, er bezt að liggi einnig að hurðar- baki. Næstu daga á eftir forðaðist hún mig. Ég sá hana varla. En kvöldið fyrir burtför okkar, þegar ég var nýkominn til herbergis míns, kom hún til mín berfætt og í náttkjóln- um og — ja — hún var hjá mér > þá nótt. Viku seinna var þessi at- burður gleymdur, svo algengt er slíkt á ferðalögum, enda eru þjón- ustustúlkur veitingahúsanna oftast ráðnar með slíkt fyrir augum. Þrjátíu ár liðu, án þess að ég myndi eftir eða kæmi til Pont- Labbé. En árið 1876 fór ég þangað í skemmtiferð og einkum í þeim erindagerðum að fá efni í nýja bók og kynna mér landshætti. Allt virt- ist óbreytt. Undirstöður kastalans voru í spegilsléttri tjörninni við borgarhliðið. Veitingahúsið var og á sínum stað, en því hafði verið breytt eftir kröfum tímans í nú- tímagistihús. Þegar ég kom inn, tóku tvær átján ára gamlar Bretagne-stúlkur á móti mér, hressar og brosandi í aðskornu kjólunum sínum, með silfurbúnar húfurnar og útsaumuð höfuðböndin. Það var um klukkan sex um kvöldið. Ég sat við kvöldborðið, og veitingamaðurinn gekk sjálfur um beina. Vafalaust hafa það verið forlagadísirnar, sem létu mig spyrja: „Þekktuð þér nokkuð hinn fyrri eiganda gistihússins? Ég dvaldi hér eitt sinn í hálfan mánuð fyrir svona þrjátíu árum, það er mjög langt síðan.“ Hann svaraði: „Það voru for- eldrar mínir.“ Þá sagði ég honum frá, hvers vegna ég hefði gist þar, að vinur minn hefði veikzt og------- Hann leyfði mér ekki að enda setninguna, en sagði: „Ó, ég man vel eftir því, ég var þá eitthvað fimmtán eða sextán ára. Þér sváfuð í herberginu, sem vissi að forsaln-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.