Dvöl - 01.07.1939, Qupperneq 72
230
DVÖL
Hann gekk nöldrandi út að
glugganum og leit yfir garðinn.
„Þú líkist móður þinni. Mér
fannst oft að henni hefði þótt
vænna um mig, ef ég hefði verið
fátækur."
„Pabbi.“
„Já, litla stúlka.“
„Ég held, að mömmu hefði þótt
vænt um Svein Eirík.“
Pabbi fylgdi mér á járnbrautar-
stöðina og kyssti mig að skilnaði.
„Segðu unga manninum, að þeg-
ar gamall maður eins og ég, er
nógu lítillátur til að viðurkenna,
að hann hafi haft rangt fyrir sér,
þá geti hann líka verið svo lítil-
látur að taka í hendina á mér.“
Sveinn Eirikur var að tala við
viðskiptavin, þegar ég kom inn.
Augu okkar mættust, og hann
fölnaði, en hann sagði rólega:
„Afsakaðu mig dálitla stund.“ —
og hann hélt áfram að tala við
ókunna manninn.
Ég horfði á hann með eftir-
væntingu. Hann var orðinn fölur
og magur, og það voru hörkudrætt-
ir umhverfis munninn.
Þegar við vorum orðin ein, reis
ég á fætur. „Sveinn Eiríkur, villtu
taka mig aftur til þín?“
„Hvers vegna spyrðu um það,
Bergljót?"
„Ég elska þig — allt annað er
einskis virði. Þú verður að trúa
Ég starði á hann tárvotum aug-
mér, Sveinn Eiríkur."
um og beið eftir úrskurði hans. Og
þá skeði kraftaverkið.
Hann leit á mig sömu augum og
frú Lenoir hafði horft á litla, ný-
fædda barnið sitt. Svo sagði hann
lágt:
„Ég hefi aldrei hætt að hugsa
um þig, elsku konan mín.“
Þá heyrðist mjálm. Ljósguli
kettlingurinn nuddaði sér upp við
kjólinn minn. Ég greip hann og
þrýsti honum að vanga mér. Hann
malaði ánægjulega við eyra mitt,
og ég kyssti litla, brúna trýnið. Á
næsta augnabliki hvíldi ég í örm-
um Sveins Eiríks og sagði honum
frá því í hálfum hljóðum, hvernig
ég hefði orðið fullorðin.
Síðan eru liðin sjö ár. Verzlun
Sveins Eiríks er orðin stór, og hann
hefir efnl á að veita mér allskonar
munað, en nú kæri ég mig ekki um
þess háttar. — Svona eru konurn-
ar undarlegar.
Ég held, að hamingjusamasti
dagur æfi minnar hafi verið, þegar
pabbi sagði við son okkar:
„Ef þú verður eins duglegur og
faðir þinn, þegar þú verður stór,
drengur minn, þá bið ég ekki um
meira.“
Guðrún Kristjánsdóttir
íslenzkaði.
Seinasta hefti þessa árgangs Dvalar
kemur ekki út fyr en í janúar. Tekist hefir
að fá pappir í það, en alveg er óvist um
hvort tekst að fá hentugan pappir í Dvöl
framvegis. Og ef hann fæst verður hann
með mjög háu verði. Þeir, sem eiga eftir
að greiða þennan árgang draga vonandi
ekki lengur að gera full skil.