Dvöl - 01.07.1939, Síða 47

Dvöl - 01.07.1939, Síða 47
DVÖL 205 FlækingTLriim Eftri Frangois Coppée Franska skáldið Frangois Coppee var fæddur í París 1842 og dáinn 1908. Hann ólst upp á góðu og reglusömu heimili. Faðir hans var duglegur skrifstofumað- ur, en móðir hans annaðist heimilið. Hugur hans mótaðist snemma af unaðs- semdum heimilislífsins og hamingju smá- borgaranna. Hann var mannvinur, hataði gullið og brýndi fyrir mönnum starfsemi, skyldurækni og sjálfsafneitun. Sjálfur vann hann allan daginn á skrifstofu og það var að eins kvöldið, sem hann gat helgað skáldskapnum. Coppee hefir skrif- að fjölda bóka í bundnu og óbundnu máli, og sem rithöfundur var hann vin- sæll með afbrigðum. Hann var skáld lýðs- ins og smáborgaranna, var fullur með- aumkunar með þeim, sem áttu við erf- iðleika að stríða og hjálpfús ef hann hafði möguleika til. Hann var gerður meðlimur í franska Akademíinu árið 1884. Hann var varla orðinn tíu ára gamall, þegar hann var fyrst tek- inn fastur sem umrenningur. Hann sagði þá við dómarann: „Ég heiti Jean FranQois Leture, og ég hefi verið í sex mánuði með manninum, sem syngur og leikur á girnisstreng, milli ljóskeranna á Bastille-torginu. Ég söng viðlagið með honum og síðan kallaði ég upp: „Hér eru allir nýju söngv- arnir, tíu sentím, tvær súur“. Hann var alltaf drukkinn og barði mig oft, og það var einmitt vegna þess, að lögreglan náði í mig í fyrrinótt. Þar áður var ég með manninum, sem selur bursta. Móðir mín var þvottakona, hún hét Adéle. Einu sinni bjó hún með manni á neðstu hæð í Montmartre. Hún vann sér inn mikla peninga, af því að þjónarnir í veitingahús- unum voru viðskiptamenn hennar og þeir nota mikið af línfötum. Á sunnudögum lét hún mig fara snemma að hátta, svo að hún gæti farið á dansleiki. Á virkum dögum sendi hún mig til Les Fréres og þar lærði ég að lesa. Jæja, lögreglu- þjónninn, sem hélt vörð á götunni við húsið okkar, var allt af vanur að stanza fyrir framan gluggana okkar og tala við móður mina. Það var laglegur náungi og hafði fengið heiðursmerki í Krímstríð- inu. Þau giftust og eftir það fór allt að ganga illa. Honum geðjað- ist ekki að mér og hafði jafnvel þau áhrif á móður mína, að hún tók að snúa við mér bakinu. Allir börðu mig, og til þess að vera ekki heima, dvaldi ég heila daga í Place Clichy. Þar þekkti ég skottulækn- ana. Stjúpi minn missti stöðuna og móðir mín atvinnuna. Þá fór hún að ganga á milli húsa og þvo, til þess að geta dregið fram líf þeirra. Hún fékk hósta af því, —
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.