Dvöl - 01.07.1939, Page 47

Dvöl - 01.07.1939, Page 47
DVÖL 205 FlækingTLriim Eftri Frangois Coppée Franska skáldið Frangois Coppee var fæddur í París 1842 og dáinn 1908. Hann ólst upp á góðu og reglusömu heimili. Faðir hans var duglegur skrifstofumað- ur, en móðir hans annaðist heimilið. Hugur hans mótaðist snemma af unaðs- semdum heimilislífsins og hamingju smá- borgaranna. Hann var mannvinur, hataði gullið og brýndi fyrir mönnum starfsemi, skyldurækni og sjálfsafneitun. Sjálfur vann hann allan daginn á skrifstofu og það var að eins kvöldið, sem hann gat helgað skáldskapnum. Coppee hefir skrif- að fjölda bóka í bundnu og óbundnu máli, og sem rithöfundur var hann vin- sæll með afbrigðum. Hann var skáld lýðs- ins og smáborgaranna, var fullur með- aumkunar með þeim, sem áttu við erf- iðleika að stríða og hjálpfús ef hann hafði möguleika til. Hann var gerður meðlimur í franska Akademíinu árið 1884. Hann var varla orðinn tíu ára gamall, þegar hann var fyrst tek- inn fastur sem umrenningur. Hann sagði þá við dómarann: „Ég heiti Jean FranQois Leture, og ég hefi verið í sex mánuði með manninum, sem syngur og leikur á girnisstreng, milli ljóskeranna á Bastille-torginu. Ég söng viðlagið með honum og síðan kallaði ég upp: „Hér eru allir nýju söngv- arnir, tíu sentím, tvær súur“. Hann var alltaf drukkinn og barði mig oft, og það var einmitt vegna þess, að lögreglan náði í mig í fyrrinótt. Þar áður var ég með manninum, sem selur bursta. Móðir mín var þvottakona, hún hét Adéle. Einu sinni bjó hún með manni á neðstu hæð í Montmartre. Hún vann sér inn mikla peninga, af því að þjónarnir í veitingahús- unum voru viðskiptamenn hennar og þeir nota mikið af línfötum. Á sunnudögum lét hún mig fara snemma að hátta, svo að hún gæti farið á dansleiki. Á virkum dögum sendi hún mig til Les Fréres og þar lærði ég að lesa. Jæja, lögreglu- þjónninn, sem hélt vörð á götunni við húsið okkar, var allt af vanur að stanza fyrir framan gluggana okkar og tala við móður mina. Það var laglegur náungi og hafði fengið heiðursmerki í Krímstríð- inu. Þau giftust og eftir það fór allt að ganga illa. Honum geðjað- ist ekki að mér og hafði jafnvel þau áhrif á móður mína, að hún tók að snúa við mér bakinu. Allir börðu mig, og til þess að vera ekki heima, dvaldi ég heila daga í Place Clichy. Þar þekkti ég skottulækn- ana. Stjúpi minn missti stöðuna og móðir mín atvinnuna. Þá fór hún að ganga á milli húsa og þvo, til þess að geta dregið fram líf þeirra. Hún fékk hósta af því, —

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.