Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 11

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 11
D VÖL 169 „Enoch Arden,“ sagði ungfrú Winthrop. „Eitt af stórskáldum okkar gerði stórfengilegt kvæði um sjómann, sem fann konuna sína gifta, þegar hann kom heim. En í kvæðinu fór fyrri maðurinn burtu, án þess að gefa sig fram, og dó úr sorg.“ Hún horfði á Crippen skipstjóra með augnaráði, sem sagði, að hann hefði algerlega brugðizt vonum hennar. „Og nú,“ sagði Pepper glaðlega, „er það ég, sem ætla að deyja úr sorg.“ „Þetta er mjög merkilegt fyrir- brigði,“ sagði ungfrú Winthrop, „og ef þið viljið bíða á meðan ég sæki myndavélina mína, þá skal ég taka mynd af ykkur saman, alveg eins og þið eruð núna.“ „Já, gerðu það,“ sagði frú Pepp- er hjartanlega. „Ég vil ekki láta taka mynd af mér,“ sagði skipstjórinn gremju- fullur. „Ekki þó að ég vilji það, elskan mín?“ spurði frú Pepper blíðlega. „Ekki þó að vilji þinn væri sá sami alla æfi,“ svaraði skipstjór- inn önugur, og gerði enn eina til- raun til að losa höfuðið frá öxlinni. „Finnst yður ekki, að þau ættu að láta taka mynd af sér núna?“ spurði ungfrú Winthrop og snéri sér að uppgjafaflugmanninum. „Ég sé ekki neitt athugavert við það,“ sagði Pepper í hugsunarleysi. „Heyrið þér hvað herra Pepper segir?“ sagði ungfrúin og snéri sér aftur að skipstjóranum. „Ef hon- um er sama, þá ætti yður vissu- lega að vera sama.“ „Ég skal tala við hann seinna — í einrúmi,“ sagði skipstjórinn kuldalega. „Það væri kannske bezt, að við látum þetta ekki fara lengra, fyrst um sinn„ sagði uppgjafaflugmað- urinn, þegar hann sá hvernig vin- ur hans tók í málið. „Jæja, ég ætla ekki að vera hér lengur til átroðnings,“ sagði ung- frú Winthrop. „Ó! Lítið á, lítið á! En sá dónaskapur!“ Þau litu öll nógu snemma við, til þess að sjá nokkur andlit hverfa af glugganum. Crippen skipstjóri fékk fyrstur málið. „Jem!“ greip frú Pepper hörku- lega fram í fyrir honum. „Budd skipstjóri!“ sagði ungfrú Winthrop og roðnaði. Skipstjórinn stóð upp fokreiður, og stikaði fram og aftur um stof- una. Hann leit á flugmanninn, sem fór að skjálfa undan augnaráðinu. „Stilltu þig, skipstjóri," tautaði hann með látbragði, sem átti að vera hughreystandi. „Ég ætla að fara snöggvast út,“ sagði skipstjórinn, þegar prests- dóttirin var farin. „Rétt til þess að fá mér frískt loft.“ Frú Pepper tók hattinn sinn of- an af snaganum á bak við hurðina setti hann á sig fyrir framan spegil og batt hann undir hökuna. „Ég vil helzt fara einn,“ sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.