Dvöl - 01.07.1939, Side 49

Dvöl - 01.07.1939, Side 49
DVÖL 207 nafni sínu. Fangarnir notuðu stór orð, svo sem ,,þjóðfélag“ og„ábyxgð“ og setningar, sem Jean Frangois skildi alls ekkert í. Einu sinni heyrði hann litinn kroppinbak, sem vanur var að skrifa eitthvað á hverju kvöldi, segja þessa setningu með valdmannlegri rödd: „Það er búið. Þannig er ráðu- neytið skipað: Raymond mennta- málaráðherra, Martial innanríkis- ráðherra og ég sjálfur utanríkis- ráðherra". Fangelsistíminn var liðinn. Hann reikaði aftur um í París og lögregl- an hafði gát á honum, en hann flýði eins og aldinborinn, sem grimmlynd börn láta fljúga á taug- arenda, sem festur er við hann. Hann varð einn þessara flótta- manna, sem lögin taka fastan og sleppa á víxl, eins og þau væru að leika sér að honum. Lögin og rétt- vísin voru eins og fiskimennirnir, sem kasta fiskinum í tjörnina aft- ur, jafnóðum og þeir veiða hann, — af ótta við, að tjörnin mundi bráðlega verða fisklaus. í hinum leyndardómsfullu bréfhylkjum í Rue de Jerusalem var sérstakt minnisblað, tileinkað JeanFramjois, án þess að hann hefði nokkurn grun um, að sér væri gert svo hátt undir höfði. Nafn hans var skrifað með hringskrift á gráan pappír, og athugasemdum og fregnum um hann var vandlega raðað niður. Fyrst var hann skrifaður „Leturc að nafni“, síðan „fanginn Leturc“ og loks „glæpamaðurinn Leturc“. Þannig liðu tvö ár, að Jean var ekki í fangelsi. Hann borðaði þar, sem verkast vildi í það og það skiptið. Hann svaf á nóttunni í gistihúsum eða í kalkofnum, ef ekki vildi betur til. Hann tók þátt í fjárhættuspili með félögum sin- um nálægt borgarhliðunum. Hann bar óhreina hettu á hnakkanum, hafði skó á fótunum, sem gerðir voru úr dúk, og var í stuttum, hvít- um jakka. Ætti hann fimm súur, lét hann liða hár sitt. Hann dans- aði í Constant hjá Montparnasse. Hann keypti fyrir tvær súur hjartagosa eða laufása, sem not- aðir voru sem spilapeningar og seldi þá aftur við dyrnar á Bobino fyrir fjórar súur. Stundum opnaði hann vagnhurðir eða teymdi hesta á markað. Jean vann sér töluvert inn með þessum vesölu og áhættu- sömu störfum. Má vel vera, að ef hann hefði gengið í herinn, hefði reglusemin og heraginn bjargað honum. Hann varð flæktur í netið og tekinn ásamt nokkrum slæp- ingjum, sem rændu drukkna, sof- andi menn á götum úti. Hann neit- aði harðlega, að hafa tekið þátt í ránum þeirra. Ef til vill hefir hann sagt satt, en það, sem á undan var gengið, var notað sem sönnun gegn honum. Hann var sendur í þriggja ára fangelsisvist til Poissy. Þar smíðaði hann klunnaleg leikföng fyrir börn, var tattóveraður á brjóstið, lærði þjófa-orðfæri og hegningarlögin. Þegar hann var látinn laus,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.