Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 41
D VÖL 199 Ég tel hvorutveggja þetta illa farið. íslenzka glíman er fögur í- þrótt, og drengileg, auk þess sem hún eykur karlmennsku og hug- rekki. Og íslenzka vísnagerðin er andleg þjálfun í hugsun og mál- fimi, sem hefir haft ómetanlegt gildi í því að mynda fegurð og hreinleika alþýðumálsins, með því að skerpa málkennd fólksins. Hag- mælskan hefir til þessa verið svo rík með þjóðinni, að fjöldinn hefir kunnað full skil á réttu rími, án þess að læra nokkrar rímreglur, haft það á tilfinningunni. Það er hið margumtalaða rímeyra, en það er þetta rímeyra, sem ég er hrædd- ur um að sé óðum að sljófgast. En glatist það allri alþýðu manna, hygg ég að þar með slitni fínustu og viðkvæmustu rótarhárin, sem tengja hana við frjómold íslenzkr- ar tungu. Þessar vísur, sem ég fer með hér, eru ekki til þess fluttar, að birta þjóðinni ný listaverk. Þær eru ekkert úrval, hvorki það bezta, eða versta, heldur vísur eins og þær hafa gerzt hjá fjölda manna, fyrir hundrað árum og gerast enn í dag. Mig langaði aðeins til að hnippa í ungu kynslóðina og biðja hana að fyrirlíta ekki ferskeytluna, skilja hana ekki eftir i skraninu, þegar ♦ hún fer að velja úr erfðagóssi lið- inna alda, það sem henni þykir þess vert að hirt sé. Einn mesti bragsnillingur þjóðarinnar, Þor- steinn Erlingsson, hefir sagt: Það er líkt og ylur í ómi sumra braga. Mér hefir hlýnað mest af því marga kalda daga. Það er víst, að þessi vísa var kveðin út úr hjarta þjóðarinnar, og ég vil vona að hún geti enn um aldir sótt hitann í námu íslenzks alþýðukveðskapar, þar sem hefir kristallast ekki svo lítið af alþýðu- menningu liðinna kynslóða. Og þetta vil ég segja við unga menn: Teljið ekki tvímælalaust að þið séuð skáld, þótt þið getið rímað, en álítið ykkur ekki of góða til að ríma, þó að þið ekki getið orðið skáld. Ég ætla að byrja á að fara með nokkrar vísur eftir Sigurð Helga- son frá Jörfa. Hann var fæddur um 1780 og því uppi fyrir 100 árum. Sigurður var ágætur hagyrðingur og er til eftir hann fjöldi vísna. Sigurður var bróðir Helga alþingis- manns í Vogi á Mýrum. Helgi var hagleiksmaður mikill í höndum og skipasmiður góður. Smíðaði hann skip mikið, er Vogsskeið var kölluð og höfð í förum milli Mýra og Reykjavíkur. Um þetta skip eru til þrjár vísur eftir Sigurð. Ein er svona: Leið er flogin furðu nett, freyðir bogin alda. Skeið frá Vogi rennur rétt reyðar sogið kalda. Önnur þannig: Bylgjan þrátt að borði reið, beljaði hátt og lengi. Trönugáttir treður skeið, með tuttugu og átta drengi. v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.