Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 50

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 50
208 D VÖL steypti hann sér aftur í djúp París- arborgar. En það var ekki lengi í þetta skipti, því að eftir sex mán- uði í hæsta lagi var hann aftur grunaður um næturrán og innbrot, sem hann tók lítilfjörlegan þátt í, teymdur af félögum sínum. Það þótti auðsætt, að hann væri með- sekur og var hann því sendur i fimm ára betrunarhússvinnu. Það, sem hann harmaði mest, var að verða að skilja við gamlan hund, sem hafði tekið ástfóstri við hann. Hann hafði fundið hann á sorp- haug og læknað í honum kláðann. Toulon, járnkúlan, hlekkirnir, vinnan við höfnina, stafshögg, tré- skór á berum fótunum, svört baunasúpa, sem átti uppruna sinn að rekja til Trafalgar, engir pen- ingar fyrir tóbak — og hræðilegur svefn í skýlum, þar sem úði og grúði af glæpamönnum — þetta allt var það, sem hann fékk að reyna í fimm logheit sumur og fimm næð- ingssama Miðjarðarhafs-vetur. Hann fór þaðan lamaður og var sendur undir eftirliti til Verona. Þar vann hann um tíma við ána. Hann strauk þaðan og fór aftur til Parísarborgar sem óbetranlegur flækingur. Hann var búinn að vinna sér inn fimmtíu og sex franka og gat því haft nægilegt ráðrúm til þess að líta í kringum sig eftir atvinnu. Pyrri félagar hans höfðu horfiö meðan hann var í burtu. Hann kom sér vel fyrir í loftherbergi, sem gömul kona hafði til umráða. Hann sagði henni að hann væri þreyttur sjómaður, sem hefði lent í skipsstrandi og misst öll skírteini sín, og nú langaði hann til þess að vinna eitthvað annað. Útitekna andlitið hans og hörðu hendurnar, ásamt nokkrum sjó- mannaorðtækjum, gerðu sögu hans trúlega. Dag nokkurn hætti Jean Fran- gois sér út á göturnar. Af hendingu gekk hann framhjá Mnotmartre, þar sem hann var fæddur. Endur- minningarnar komu fram í huga hans og hann staðnæmdist fyrir framan Les Fréres, þar sem hann hafði lært að lesa. Það var heitt veður og dyrnar stóðu opnar. Hon- um var litið inn og kannaðist hann þá vel við rólega skólastofuna. Allt var með kyrrum kjörum. Birtan, sem skein í gegnum stóru glugg- ana, Kristsmyndin uppi yfir skrif- borðinu, bekkjaraðirnar, borðin með blekbyttum og pennasköftum, mál- og vogar-borðið, kort á veggnum, sem var fest upp með títuprjónum, og var úr einhverju fornaldarstríði, — allt þetta kann- aðist hann vel við. Jean Francjois las ósjálfrátt þessi orð úr ritning- unni, sem skrifuð voru á töfluna: „Það mun verða meiri gleði á himnum yfir einum iðrandi synd- ara, heldur en yfir 99, sem ekki þurfa að bæta ráð sitt“. Það var auðsjáanlega hlé milli tíma, því að kennara stóllinn var auður og kennarinn sat uppi á borði, og var að segja drengjunum sögu. Þeir stóðu í þyrpingu um-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.