Dvöl - 01.07.1939, Page 50

Dvöl - 01.07.1939, Page 50
208 D VÖL steypti hann sér aftur í djúp París- arborgar. En það var ekki lengi í þetta skipti, því að eftir sex mán- uði í hæsta lagi var hann aftur grunaður um næturrán og innbrot, sem hann tók lítilfjörlegan þátt í, teymdur af félögum sínum. Það þótti auðsætt, að hann væri með- sekur og var hann því sendur i fimm ára betrunarhússvinnu. Það, sem hann harmaði mest, var að verða að skilja við gamlan hund, sem hafði tekið ástfóstri við hann. Hann hafði fundið hann á sorp- haug og læknað í honum kláðann. Toulon, járnkúlan, hlekkirnir, vinnan við höfnina, stafshögg, tré- skór á berum fótunum, svört baunasúpa, sem átti uppruna sinn að rekja til Trafalgar, engir pen- ingar fyrir tóbak — og hræðilegur svefn í skýlum, þar sem úði og grúði af glæpamönnum — þetta allt var það, sem hann fékk að reyna í fimm logheit sumur og fimm næð- ingssama Miðjarðarhafs-vetur. Hann fór þaðan lamaður og var sendur undir eftirliti til Verona. Þar vann hann um tíma við ána. Hann strauk þaðan og fór aftur til Parísarborgar sem óbetranlegur flækingur. Hann var búinn að vinna sér inn fimmtíu og sex franka og gat því haft nægilegt ráðrúm til þess að líta í kringum sig eftir atvinnu. Pyrri félagar hans höfðu horfiö meðan hann var í burtu. Hann kom sér vel fyrir í loftherbergi, sem gömul kona hafði til umráða. Hann sagði henni að hann væri þreyttur sjómaður, sem hefði lent í skipsstrandi og misst öll skírteini sín, og nú langaði hann til þess að vinna eitthvað annað. Útitekna andlitið hans og hörðu hendurnar, ásamt nokkrum sjó- mannaorðtækjum, gerðu sögu hans trúlega. Dag nokkurn hætti Jean Fran- gois sér út á göturnar. Af hendingu gekk hann framhjá Mnotmartre, þar sem hann var fæddur. Endur- minningarnar komu fram í huga hans og hann staðnæmdist fyrir framan Les Fréres, þar sem hann hafði lært að lesa. Það var heitt veður og dyrnar stóðu opnar. Hon- um var litið inn og kannaðist hann þá vel við rólega skólastofuna. Allt var með kyrrum kjörum. Birtan, sem skein í gegnum stóru glugg- ana, Kristsmyndin uppi yfir skrif- borðinu, bekkjaraðirnar, borðin með blekbyttum og pennasköftum, mál- og vogar-borðið, kort á veggnum, sem var fest upp með títuprjónum, og var úr einhverju fornaldarstríði, — allt þetta kann- aðist hann vel við. Jean Francjois las ósjálfrátt þessi orð úr ritning- unni, sem skrifuð voru á töfluna: „Það mun verða meiri gleði á himnum yfir einum iðrandi synd- ara, heldur en yfir 99, sem ekki þurfa að bæta ráð sitt“. Það var auðsjáanlega hlé milli tíma, því að kennara stóllinn var auður og kennarinn sat uppi á borði, og var að segja drengjunum sögu. Þeir stóðu í þyrpingu um-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.