Dvöl - 01.07.1939, Page 62
svaraði Filomena stillilega, „en ég
held að ég hafi kysst hann á munn-
inn.“
„Óhyggilegt, óhyggilegt, að gera
þetta síðasta. Ég skil, að það var
gert í góðum tilgangi, dóttir mín.
Þú varst gripin guðræknislegri við-
kvæmni — fögur hugsun — en
hættuleg. Það hefði verið betra að
hafa það augun í stað munnsins,
og það hefði verið nægilegt til þess
að bjarga sál hans. En þú kysstir
karlmann, sem var að deyja.“
„Það var líka það, sem ég sagði,
faðir.“
„Og nú, þegar hann er dáinn og
grafinn — friður sé yfir burtför
hans — muntu þá aldrei framar
hugsa um hann?“
„En faðir! Hann er ekki dáinn.
Hann lifir!“
„Lifir ?! “
„Já, hann var milli heims og
helju fram til dagmála. En með
fyrsta sólargreislanum kom batinn.
Læknirinn, sem var í vitjun í stof-
unni, gat ekki leynt undrun sinni
yfir breytingunni á veika mann-
inum, sem leit brosandi á hann.
Hann rannsakaði hann gaumgæfi-
lega, gaf honum deyfandi sprautu
og sagði: „Þetta er óvenjulegt, mjög
óvenjulegt. Ef til vill getum við
gert yður jafn góðan aftur.“
„En þetta er ógæfan!“ hrópaði
skriftafaðirinn upp í skelfingu.
„Hvað segirðu, faðir?“
„Þetta er hræðilegt, dóttir mín.
Þú hefir kysst mann á munninn
og maðurinn lifir. Ég veit ekki hvað
gera skal. Hefði dauðinn komið, var
öðru máli að gegna. Þá hefði allt
jafnazt fyrir augliti guðs. En ef
hann lifir, er hans heilagleika stór-
kostlega misboðið. Við skulum tala
í einlægni. Við verðum að bjarga
þessu við!“
Eftir dálitla umhugsun hélt hann
áfram að spyrja.
„Segðu mér, dóttir, hvernig mað-
ur er þessi læknir?“
„Ó, ágætis maður!“
„Og hvernig læknir er hann?“
„Hann er einn þeirra beztu.“
„Og hvernig líður veika mannin-
um?“
„Hann er betri.“
„Þú ert glötuð!“
„Ó, guð minn góður!“
„Þú vogar þér enn að ákalla nafn
hans!“
„Ég er ístöðulaus, faðir!“
„Þú ert óverðug þess að bera
þennan búning.“
Systir Filomena brast i ákafan
grát, og skriftafaðirinn talaði held-
ur blíðlegar þegar hann hélt áfram:
„Ég skil þetta ekki vel ennþá. Þú
sagðir mér áðan, að þegar samvizka
þín segði þér að þú hefðir ekki
syndgað, þá þjáðist þú meira held-
ur en þegar hún segði þér hið gagn-
stæða. Hvernig getur þetta staðizt?
Hvernig á ég að skilja þetta?“
„Ég veit það ekki, faðir. En ég
finn þetta svona og ég hefi sagt
þér það eins og það er.“
„Og nú iðrastu þess, sem þú hefir
gert?“