Dvöl - 01.07.1939, Page 81

Dvöl - 01.07.1939, Page 81
D VÖL Blaða- og bókakanp Hvergi í heiminum mun hlutfallslega gefið eins mikið út af prentuðu máli, eins og hér á landi — þegar miðað er við fólksfjölda. En eins og gerist, er lítill fengur í mörgu af því, sem prentað er. í Reykjavík koma út fimm blöð sex daga vikunnar og í öllum þeirra má lesa að mestu leyti sömu fréttirnar með svipuðu orðalagi. Og þegar menn svo hlusta á það sama í útvarpinu, þá fer að verða nóg af svo góðu. Margt af þessum fréttum er safnað saman af erlendum blaða- og út- varpsfréttamönnum, í flýti til þess að láta fréttatæki sín flytja eitthvað, sem vekur eftirtekt almennings. Fréttamenn- irnir keppast og við að gera sem mestar „bombur" úr sem flestu. Aftur á móti eru margvísleg málefni, sem rædd eru í blöðunum, sem hver hugs- andi maður þarf að fylgjast með. Þeir, sem búa úti á landi og vilja fylgjast sæmilega með málefnum samtíðarinnar, verða því að hafa aðgang að helztu blöðunum. Þeim, sem hafa lítinn tíma til lestrar, þykir því vænt um, að blöðin flytji útdrætti og yfirlit yfir helztu viðburðina, miklu frem- ur en símskeytahraflið, sem oft er hvað upp á móti öðru. Blöð, sem koma sjaldn- ar út, hafa því betra tækifæri til þessa og einkum hæfa þau betur þeim, sem búa í dálítilli fjarlægð frá höfuðstaðnum. Fram til þessa hefir sá ósiður viðgengizt, að ýmis blöðin hafa gefið sig sjálf mjög merkasta bókaútgáfa, utan Reykjavíkur. Það er ekki af neinum fjandskap við Reykjavík, þegar sagt er, að það sé gleði- efni, að margskonar starfsemi og athafna- menn hrúgist ekki algerlega til höfuð- staðarins. Það ber að fagna því, að íbúar hins fagra höfuðstaðar Norðurlands halda líka uppi sínum hluta með myndarskap á mörgum sviðum, og er Þorsteinn M. Jóns- son þar í allra fremstu röð landsmanna um útgáfu margra og góðra bóka. V. G. 23Ó víða út um land ár eftir ár, án þess að vera nokkurn tíma borguð. Kemur þetta sennilega mest af útbreiðsluáhuga þeirra, sem að blöðunum standa. Stundum er þetta gert í góðu trausti þess, að blöðin verði greidd, þótt alltaf dragist á langinn með borgunina. Þessi gjafablöð eru hinn mesti ósiður, sem líklegast tíðkast ekki í nokkru landi nema hér. Hann er lítilsvirð- ing og menningarskortur, bæði hjá þeim sem senda blöðin og taka við þeim. Það minnsta, sem einn fátækur sveita- bóndi ætti að komast af með að kaupa af prentuðu lesmáli á ári, er eitt blað og eins og eitt tímarit. Kaupi svo nágranni hans álíka og þeir hafi félagsskap um iesturinn, þá eyðir hver þeirra svona 14 —16 krónum á ári fyrir þetta. Það er álíka og einn neftóbaksbiti kostar. Og séu menn svo í lestrarfélagi með sveitungum sínum og gjaldi í það svo sem fimm krónur á ári, og í lestrarfélagið sé vandað til bóka- valsins, þá geta menn haft það helzta, sem út kemur til þess að lesa og eyða þó ekki í það nema um tuttugu krónum á ári. En hafi menn ekki ráð á slíku, þá fer að verða heldur aumt að lifa. — Helzt þyrfti að vera dálítið bóksafn til á hverju heim- ili — og í því væru aðeins góðar bækur. Bóndi utan af landi skrifar Dvöl: „Ég hefi aldrei efnaður verið, en mér þykir hart, geti ég ekki varið eins og 30 krónum á ári til þess að kaupa beztu bæk- urnar, sem út koma, og bætt þeim við dá- lítið bókasafn, sem er einhver ánægjuleg- asta eign heimilis míns. En eitt vil ég segja ykkur, sem standið að blöðum og tímaritum: Okkur lesendum þykir vænt um ritdóma og frásagnir um bækur. En við erum þráfaldlega búnir að reka okkur á að það er skrumað af sumum ómerkileg- um bókum næstum í hverju blaði og tíma- riti og það verður til þess að við glæpumst á að kaupa ýmiskonar léttmeti, sem er einskisvirði. Sennilegast er lofið látið úti í greiðaskyni eða af kunningsskap við höf- und eða útgefanda. En þessa siðleysis

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.