Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 80

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 80
238 D VÖL fylgjast með, þegar íshafsfaramir eru að leggja að velli seli, rostunga og hvítabirni. Og fyrir suma mun líka vera gaman að fylgjast með norðurförunum, þegar þeir koma að landi og „blómarósirnar í mjalla- hvítum sumarkjólum, með bera hand- leggi og fagra fótleggi, brosandi, með eld í augum“, taka á móti þeim á ströndinni, því líka gerast smáæfintýri í landi, sem höfundurinn fléttar sumstaðar inn í frá- sögnina. Þó að við máske ætlum ekki almennt að fara að læra selveiðar, ísbjarna- og rostungadráp, né meðferð skinna af heim- skautadýrum og ekki heldur selsblóðs- né selspiksát og höfum máske notið ýmsra smáæfintýra í landi, þá held ég, að borgi sig samt vel að lesa þessa talsvert óvanalegu bók um svaðilfarir þeirra félaga á Norð- urvegum. Höfundur hennar hefir nú um nokkur ár orðið að stríða við „hvíta dauða" á Kristnesshæli, en vera hans þar hefir þó orðið til þess að samlandar hans fá með honum að njóta ferðalags hans norður um íshafið. V. G. Bókaútgáfa Þorsteins M. Jónssonar. Dvöl hafa verið sendar nokkrar bækur, sem Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri hefir gefið út. Þar á meðal eru tvær bækur eftir Margit Ravn, norsku skáld- konuna, er skrifar hinar kunnu og vin- sælu bækur, sem einkum eru þó í miklu dálæti hjá ungu stúlkunum. Þessar nýju bækur heita: í sumarsól (194 bls.) og Sýslumannsdœturnar (150 bls.). Helgi Val- týsson hefir íslenzkað þessar sögur eins og hinar fyrri, sem út hafa komið á ís- lenzku eftir þennan höfund. H. V. er létt um að skrifa, en honum virðist fipast talsvert um gott mál í þýðingunum. Er það nokkuð til lýta og gegnir furðu, þar sem þýðandinn er kunnur fyrir ást og ræktarsemi við land sitt og þjóð. Þýð- ingar hans á sögum Margit Ravn má telja einn lið í starfi hans fyrir íslenzkan æsku- lýð. Með þessum sögum er hann að gefa honum létt og hollt lestrarefni. Þá er ein bókin, sem heitir / Ijósaskipt- um og er eftir Friðgeir H. Berg, höfund, sem ætti skilið meiri athygli heldur en hann hefir ennþá orðið aðnjótandi. Bók þessi er um drauma og einkennilega fyrir- burði úr lífi sjálfs höfundarins. Fjórða bókin frá sama útgefanda, sem nefnd skal hér, er íslenzkar þjóðsögur, II. bindi. Safnað hefir Ólafur Davíðsson. Þetta er stór bók, nær 400 bls. Gert er ráð fyrir að bindin verði þrjú. í þessu bindi eru tólf flokkar af sögum og heita þær: Örnefnasögur, Viðburðasögur, Sögur um nafnkennda og einkennilega menn, Galdrasögur, Ófreskissögur, Draugasögur, Huldufólkssögur, Tröllasögur, Útilegu- mannasögur, Æfintýri, Kímnissögur og Kreddusögur. Telur Dvöl þörf á að minn- ast þessa safns rækilegar síðar. Það þarf ekki að efa, að þeir, sem unna íslenzkum þjóðsögum og fróðleik, lesa þessa bók með ánægju, og sama má segja um 14. árg. Tímaritsins Gríma, sem einnig er nýkom- inn út undir ritstjórn þeirra Jónasar Rafnar og Þorsteins M. Jónssonar. Allar þessar bækur eru prentaðar í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri nú á þessu ári. Þorsteinn M. Jónsson, sem er hinn mesti athafnamaður, hefir gefið út á síðari árum mikinn fjölda bóka, og það sem bezt er: Það hefir verið — með fáum undantekningum — vert að lesa þær bækur, og margar þeirra eru mikill fengur fyrir íslenzkar bókmenntir. En það er meira en hægt er að segja um mikinn hluta þess, sem prentað er hér á landi. Væri það mikils virði fyrir almenning, mætti hann treysta því, að bækur eða rit, sem einhverjir útgefendur sérstakir gæfu út, væru vel þess verðar að þær væru keyptar og lesnar. — Dvöl vill helzt ekki minnast á bækur, nema þær séu einhvers virði. Bókaútgáfa Þorsteins M. Jónssonar er áreiðanlega stórvirkasta og á margan hátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.