Dvöl - 01.07.1939, Page 17

Dvöl - 01.07.1939, Page 17
D VÖL 175 fyrir okkur, að hlýða á útvarp frá öðrum heimsálfum. En hér var ekki aðeins um að ræða útvarp, í þess orðs venjulega skilningi, heldur ný tengsl, sem tvískipt þjóð knýttist innbyrðis yfir höfin, upphafning fjarlægða og endurvakin kynni frænda og vina. Okkur, sem þráfaldlega höfum heyrt sagt frá þeim, „sem fóru vestur um haf“ og aldrei komu aftur, fór líkt og verið væri að draga fram í dagsljós raunveruleikans bráðlif- andi persónur úr gömlu æfintýri, sem við höfðum hlýtt á í bernsku. Ein kveðjan, sem íslenzku þjóð- inni hér heima var flutt, var frá íslenzkum æskulýð í Vesturheimi. Enginn fulltrúi íslenzkrar æsku austan hafs varð til þess að taka undir þá kveðju að þessu sinni. En eigi að síður var hún heyrð og geymd. Nú mætti ætla, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um íslendinga í Vesturheimi og sambönd þeirra við þjóðina heima. Naumast hefir orðið þverfótað fyrir slíkum greinum á síðustu árum, og hafa þar allir á einu máli verið, að báðum aðilum væri það samband mikils virði. En að öðru leyti hafa framkvæmdirnar náð skammt. Og þegar íslenzk æska litast um eftir leiðum til menningarlegra sam- banda við frændur sína vestan hafs, þá eru þær furðu fáar og þröngar. Ef til vill er rétt að benda á það í þessu sambandi, að hugsunar- háttur og kröfur aldarfjórðungs- gömlu kynslóðarinnar á íslandi eru að ýmsu ólíkar hugsunarhætti næstu kynslóðar á undan. Við, sem leyfum okkur að kalla okkur ung — og erum það að árum — höfum sprottið upp úr jarðvegi þess hugs- unarháttar, sem rikjandi varð upp úr heimsstyrjöldinni 1914—18. Þótt íslenzka þjóðin ætti þar ekki beina hlutdeild, olli styrjöldin og afleiðingar hsnnar geysilegum hug- arfarslegum straumhvörfum meðal þjóðarinnar og þá ekki sízt hjá þeim hluta hennar, sem í bernsku og æsku var að skapa sér hug- myndir um lífið. Sú gagnrýni á áður virtum réttindum og skyldum, sem reis upp úr róti styrjaldarinn- ar, hefir náð sterkum tökum á þessu fólki og orðið til þess að skapa viðhorf þess gegn vandamálum lífsins, ólík viðhorfum eldri kyn- slóðarinnar. í þeim bókmenntum, sem eftir- stríðskynslóðin hefir einkennt sig með, utan lands og innan, er þessi gagnrýni áberandi þáttur, enda margar fornar dyggðir orðið að víkja fyrir öðrum nýrri og margt fallið óbætt, sem áður var hafið yfir alla gagnrýni. Þegar svo hér við bætist, að ein- mitt á þessum sama tíma hafa orð- ið hér á landi þær mestu byltingar og framfarir á vettvangi tækninn- ar, sem sögur fara af, er ekki að furða, þótt viðhorfin hafi breytzt. Sú fjárhagslega flóðbylgja, sem

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.