Hlín - 01.01.1957, Page 7
Hlutverk kvennablaðs.
Kvennablöð eru gefin út víðsvegar um heim þessi árin,
og svo hefur lengi verið, sum eru altað því 100 ára gömul.
— Blöðin eru fjölbreytt að efni og hafa margvísleg sjón-
armið, eins og nærri má geta. — Konunum var það lengi
jjóst, að blöð karlmannanna ræddu sjaldnast þau mál,
sem konurnar höfðu mesta þörf fyrir eða áhuga á, vildu
jafnvel ekki taka við greinum, sem konur skrifuðu. — Jeg
ínan að jeg heyrði frú Bríet segja, þegar jeg var ungling-
ur, að það væri bara ómögulegt að koma grein í blöðin,
þó mann langaði til
iÞau voru náttúrlega ekki á marga fiska sum þessi fyrstu
blöð kvenfólksins, en með aukinni mentun sýndi það sig,
að þær spjöruðu sig nokkuð á ritvellinum, konurnar.
Þó almennu blöðin hafi nú á seinni árum tekið upp
ýmislegt, sem konur varðar sjerstaklega, þá halda kvenna-
blöðin velli í öllum löndum.
Hvaða kröfu verður þá að gera til kvennablaðs, svo að
gott geti kallast, til þess að það nái útbreiðslu og hylli
kvennanna, og hafi ef til vill eitthvað það til brunns að
bera, að karlmennirnir hafi líka gaman af að skygnast í
það?
Að sjálfsögðu þarf að hafa margt í lruga, ef vel á að
takast.
Málið og málefnin. — Andinn.
Ekki má það vera þurt, en hlýlegt. — Ekki áróðurskent.
— Skrifað á sæmilega góðu máli.
Fá sem flesta til að skrifa. — Það verður einhliða, ef sá
sami skrifar alt, þó dágott sje. — Það kostar mikla fyrir-
höfn að hafa brjefasamband við margt fólk, en það er til-
vinnandi. — Það er lífsskilyrði að komast í lífrænt sam-