Hlín - 01.01.1957, Side 8
6
Hlín
band við kaupendur og afgreiðslumenn. Að fá frjettir af
störfum kvenna víðsvegar um landið. Það útheimtir
skriftir.
Svo þarf nauðsynlega að fá frjettir af því sem gerist í
nágrannalöndunum, að minsta kosti, að því er konur
varðar. Það víkkar sjóndeildarhringinn. Það er Iærdóms-
ríkt. — En fyrst og fremst þarf að fá frjettir af því sem
gerist í þeim efnum í heimalandinu, því þjóðlegt þarf
blaðið að vera og hæg eru faeimatökin. Blaðið þarf að
hafa eitthvað fyrir alla. — Hyggindi, sem í hag koma.
Að blaðið komi nokkurn veginn stundvíslega út, og af-
greiðsla sje sæmilega góð. — Að niðurröðun, sem virðist
hafa náð hylli, haldi nokkurnveginn reglunni.
Gott er náttúrlega að ritstjórinn sje hugmyndaríkur,
láti sjer detta margt gott í hug. — En það fer sem verk-
ast vill.
Þá er útlit blaðsins. — Að sjálfsögðu hefur það ekki svo
litla þýðingu um vinsældir. — En þá þarf að sníða sjer
stakk eftir vexti. — Því .verð blaðsins hefur mikla þýð-
ingu, ekki síst meðal kvennanna. — Sú var tíðin, að kon-
ur höfðu ekki mikil peningaráð, og sú hefur orðið reynd-
in víða, að sífeldar kvartanir um efnahag og jafnvel
kröfusendingar koma sjer illa. — Oft getur staðið illa á
og innheimta gengið seint, eða aðrar tálmanir verið í
vegi. — Greiðsla kemur á sínum tíma.
Það er mjög æskilegt, að blaðið hafi myndir, en þær
eru dýrar, og það þarf að vanda vel til þeirra.
-----o-----
í sambandi við þessar umþenkingar um Hlutverk
kvennablaðs, vil jeg geta þess, að ársritið „Hlín“ á 40 ára
afmæli um þessar mundir. (Stofnað 1917.)*)
*) „Hlín“ kom ekki út 1937, árið, sem jeg var vestan hafs. —
Ekki heldur 1948, árið sem norræna Heimilisiðnaðarþingið var
háð hjer á landi. — Jeg var ritstjóri Tímarits þingsins, sem kom
út það ár og var prentað á Akureyri. — Ritstj.