Hlín - 01.01.1957, Side 10
8
Hlín
Hlutverk kvennablaðs.
Hólmfríður Pjetursdóttir, Amarvatni, skrifar
veturinn 1957:
Ekki tel jeg mig færa um að skrifa, eða gera grein fyrir,
svo vel sje gert, hvert sje „Hlutverk kvennablaðs“.
Straumhvörfin eru svo sterk, sem við stöndum í, að erf-
itt er að segja hvert stefna ber.
En hlutverk konunnar virðist, samkvæmt lögmáli lífs-
ins, vera: Endurnýjun og viðnám, eða íhald.
Konan fæðir hið nýja líf og leggur í skaut framtíðar-
innar, en á henni hvílir einnig sú ábyrgð að verja ræt-
urnar, svo hið nýja líf nærist af arfleifðum liðinna kyn-
slóða.
í þessum anda þarf kvennablað að vera.
Guðbjörg Hjartardóttir, Hofi í Vopnafirði, skrifar:
Þig langar til að heyra álit kvenna á „Hlutverki
kvennablaðs".
Þetta er ekki svo auðgert í stuttu máli, því mörg eru
sjónarmiðin og vandi að velja og hafna.
í fljótu bragði finst mjer, að kvennablað ætti að gegna
líku hlutverki fyrir húsmæður landsins eins og búnaðar-
blaðið „Freyr“ gegnir fyrir bændastjettina.
Það á að vera hlutlaust um stjómmál. — Það á að flytja
fræðandi og hvetjandi greinar o. fl. um margháttuð störf
húsmæðra í landinu, bæði til sjávar og sveita. — Það á að
flytja frjettir um fjelagsmál, framfarir og nýja tækni. —
Það á að vera minnugt á þann arf, sem við höfum hlotið
frá liðnum kynslóðum og styðja að því, að sígild menn-
ingarverðmæti gleymist ei nje glatist. — Samband við for-
tíðina rofni ekki.
Þetta ætti að vera meginþáttur blaðsins.
Ljettara hjal yrði svo að vera eftir efnum og ástæðum.
Jeg hef þetta svo ekki lengra. — Það er auðvelt að setja