Hlín - 01.01.1957, Side 13
Hlin
11
lega mikilvæg, og að þau sjeu vel a£ hendi leyst er undir-
staða þess, að heimilisfólkinu geti liðið vel. — iÞað situr
illa á öllum, og ekki síst konum, að telja illa varið þeim
tíma, sem fer til þess að starfa að því, að alt gangi snurðu-
laust á heimilinu í önnum hversdagsins. — Slíkur hugsun-
arháttur þarf að hverfa. — Kvennablað gæti á því sviði
sem öðrum lagt sitt fram til að jafna metin.
Kvennablað mætti líka gjarnan ræða ýms vandamál,
sem vitað er að eru vandræða-atriði hjá of mörgum kon-
um. — Má þar til nefna t. d. drykkjuskaparóreglu. — Eins
mætti gjarnan taka til athugunar fjármál heimilanna. —
Jeg hef ótrúlega oft orðið vör við — þó jeg hafi líka hitt
íyrir hið gagnstæða, — að konur líða fyrir það, að menn-
irnir þeirra sýna mjög takmarkaðan skilning á því, að
þær þurfa nauðsynlega að hafa sitt frelsi í fjármálum. —
Þeir eru með öðrum orðum svo fastheldnir á tekjur heim-
ilisins, að konan er í stökustu vandræðum. — Þær kvarta
ógjarnan, — því til hvers væri það, og við hvern væri að
kvarta? — En staðreyndin er sú, að furðu margar giftar
konur eru ílla settar ]:vað þetta atriði snertir. — Jeg held
að það sje æði oft, undir niðri, ástæðan fyrir því, að kon-
ur fara í starf utan heimilis, þó þær kysu margoft frekar
að geta óskiftar gefið sig að stjórn heimilisins og uppeldi
barnanna.
4) Vel sjeð efni í kvennablað er það sem ber í sjer hvíld
fyrir hugann, þegar stund gefst frá önn dagsins: Ljóðræn
fegurð, heillandi sögur og frásagnir, fyrirmyndir að fag-
urri handavinnu, fegrun umhverfis, garðrækt, t. d. að-
gengilegar leiðbeiningar um tegundaval matjurta, blóma
(einærra og fjölærra) og trjáa, föndur, leikir, sem kenna
má þeim ungu, o. s. frv.
Alt þetta er efni, sem konur kunna að meta.
5) Minningargreinar um mæta menn, konur og karla,
eiga mjög vel heima í kvennablaði.
■o