Hlín - 01.01.1957, Page 14
12
Hlin
6) Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri, gat þess, að jeg ætti
ekki, í þessum hugleiðingum að skrifa sjerstaklega um
„Hlín“, og hvernig henni hefði tekist sitt hlutverk sem
kvennablað. — Jeg hlýt þó að mega flytja blaðinu inni-
iegar árnaðaróskir í tilefni hins merka áfanga, — fjörutíu
ára starfsins, sem að baki er. — Og jeg get ekki stilt mig
um að segja, að „Hlín“, sem alla sína æfi hefur verið í
höndum Halldóru, er, eins og reyndar allir góðir íslend-
ingar vita, vinsælasta, — mjer liggur við að segja ástsæl-
asta íslenska kvennablaðið, — aufúsugestur á afar mörg-
um íslenskum heimilum. — Hún er það af því að ritstjór-
anum hefur tekist, með mikilli prýði, að slá á þá strengi
í hugum lesenda sinna, sem hafa vakið samhljóm og að
flytja það efni, sem konur hafa gefið að fullan gaum.
Megi „Hlín“ enn um langa hríð njóta forsjár Halldóru
Bjarnadóttur, — og er henni sleppir, halda þó samt áfram
að komast alla leið inn að hjartarótum lesenda sinna.
nafn ársritsins
„Hlín, ein aí Ásynjum. Hlín var sett til
gæslu yíir þeim mönnum, er Frigg vill íoröa
háska nokkrum.“
Snorra-Edda.