Hlín - 01.01.1957, Síða 16
14
Hlín
Andrjessonar og Aðal-
bjargar Metúsalemsdótt-
ur, sem þá búa á Melum
í Fljótsdal, ung stúlka,
Guðrún að nafni. —
Hún hafði, ásamt for-
eldrum sínum, Guðrúnu
Davíðsdóttur og Jóni
Vigfússyni, Skaftfelling-
um að ætt, dvalið á ýms-
um myndarheimilum í
Breiðdal í Suður-Múla-
sýslu, og þurfti því að
sækja hana á hestum um
langan veg. — Þannig
vildi til, að jeg hafði far-
ið að heiman og mætti
Guðrún Jónsdóttir Kjerúlf. , , , r,n •
1 þá krossmessutólkmu, og
sá þá Guðrúnu í fyrsta
sinn. — Ekki kom mjer þá í hug, að hún yrði konan mín,
og að við ættum eftir að búa saman um 52 ára skeið. —
Nú atvikaðist það svo, að þessi 16 ára stúlka varð þjón-
ustan mín. Hafði jeg því meiri kynni af henni þessvegna,
en að öðru leyti kynti hún sig á heimilinu fyrir góðvild,
dugnað og samviskusemi.
Varð jeg að játa fyrir sjálfum mjer, að mjer fjelli þessi
tmga stúlka vel í geð. — Er mjer í minni, er hún eitt sinn
færði mjer sumarhúfu með svörtum borða og hvítum
kolli .Hafði hún þá, í forföllum smalans, tekist á hendur
að sitja yfir 120 kvíám uppi á heiði, og saumað húfuna
handa mjer um daginn.
Nú varð sú breyting á heimili foreldra minna, að móð-
ir mín dó 3. mars 1904, er þá Guðrún sjálfkjörin til þess
að taka að sjer innanhúss bústjórn. — Þetta sama ár fæ
jeg byggingu á Hrafnkelsstöðum, og var það afleiðing af
því, og fráfalli móður minnar, að faðir minn hætti bú-