Hlín - 01.01.1957, Page 17
15
Hlin
skap og öll búsönn fjell
í hendur okkar Guð-
rúnar.
Um vorið, 25. júní
1904, giftum við okkur
í yndislegu sumarveðri.
— Þann 16. apríl 1906
fæddist fyrsta barnið
okkar, var það stúlka.
Var hún látin heita Að-
albjörg eftir móður
minni. — Þess má geta,
að börnin okkar urðu
17, þar af 9 drengir og
8 stúlkur. — Af þeim
fæddist eitt andvana, 3
dóu ung, eitt dó á
fermingaraldri og sfð-
ast Aðalbjörg, 43 ára,
þá 11 bama móðir. —
Bar kona mín alt þetta
mótlæti með stillingu og trúartrausti. — Nú eru barna-
börn okkar 35.*) — Það var á orði haft hvað þessi stóri
barnahópur okkar var vel klæddur, og að meiri hluta 1
heimaunnum fatnaði Saumaði Guðrún að mestu föt
barnanna og 'lieimilisfólks. — Má fara nærri um vinnuaf-
köst Guðrúnar og notkun tímans. — Oft voru um 20
manns í heimili, og flest 23. — Sagði fólk hennar, að hún
hefði æfinlega góðan mat. — Öll bústjórn og reglusemi
Guðrúnar var með ágætum, sem líka kom fram á hag
heimilisins, sem altaf var góður. — Skyldustörfin og
skylduræknin var sem heilagt lögmál í lífi Guðrúnar, sem
öllu góðu gat komið til leiðar á heimili okkar.
*) „Börn okkar hjóna búa á 11 jörðum á Hjeraði, þarmeð
talið heimilið hjer,“ skrifar Metúsalem.
Guðrún og Metusalem á gullbrúÖ-
kaupsdaginn, 25. júni 1954.