Hlín - 01.01.1957, Side 18
16
Hlin
Guðrún veitti ávalt „leiðsögn til frama á lífsvegi", eins
og segir í meðfylgjandi minningarljóðum, og vísa jeg til
þeirra um mannkosti og minningu Guðrúnar. — Læt jeg
fylgja sem kveðju til Guðrúnar frá mjer kafla úr brjefi til
Hrafnkels fóstursonar okkar, sem dvaldi á Hvanneyri,
þegar Guðrún dó:
„Hjer hafa orðið mikil tíðindi, amma dó 3. febrúar. —
Hjer eru allir einmana síðan hún dó, og þó mest jeg, eftir
hálfrar aldar sambúð. — Sje jeg nú glögt, livað henni bar
mikil umhyggja og aðstoð, og hvað mjer var áfátt, þrátt
fyrir óteljandi sólskinsstundir í lífi okkar. — Það sem
jeg get, er að biðja Guð fyrir hana og að gefa henni öll
mín tár.
Við verðum að muna að prýða leiðið hennar í vor.“
Guð blessi minningu hennar.
Metúsalem J. Kjerúlf.
ÞAKKARORÐ.
Með innilegu þakklæti mun jeg ætíð minnast minnar
kæru, góðu tengdamóður, Guðrúnar á Hrafnkelsstöðum,
sem frá fyrstu kynningu vildi alla hluti vel til mín gera.
— Þau 20 ár, sem við vorum nánar sambýliskonur, og jeg
naut þess að búa undir hennar þaki, nota sama eldhús,
elda alt á sömu eldavjelinni, auk annara óþæginda, sem
vera mín og fjölskyldu minnar hlaut að valda á mann-
mörgu heimili hennar. í of þröngum húsakosti, kom aldr-
ei til neinna árekstra okkar á milli, svo mikil var góðvild
hennar, skilningur og lipurð í allri umgengni. — Margir
iiöfðu orð á því, að samkomulag okkar væri alveg sjer-
staklega gott, en það þurfti engan að undra, sem á annað
borð hafði gert sjer grein fyrir því, hve vel hún fylgdi því
boðorði að elska náungann jafnvel meira en sjálfa sig.
Ástúð hennar við barnabörnin brást aldrei, enda elsk-