Hlín - 01.01.1957, Page 21
Hlin
19
Guðrún Bergsdóttir.
MINNIN GARORÐ.
iÞann 29. febr. 1956
andaðist GuðrúnBergs-
dóttir, húsfreyja á Ytri-
Hofdölum í Skagafirði,
88 ára, ein af fremstu
dugnaðarkonum norð-
anlands. — Hún var
fædd 1867 að Þrasa-
stöðum í Stíflu í Fljót-
um. — Foreldrar henn-
ar voru Katrín Þor-
varðsdóttir og Bergur
Jónsson. — Standa að
þeim góðar ættir, sem
hjer verður nánar get-
ið. — Guðrún ólst upp
í foreldrahúsum til 19
ára aldurs.
Á þessum árum, eins
og oftar, voru mjög
harðir tímar hjer á landi.
Margt bændafólk, sem skaraði fram úr, flutti til Amer-
íku, en aðrir, sem ráðnir voru í að bjargast hjer, hvað sem
á gengi upp á eigin spýtur, unnu baki brotnu með fjöl-
skyldu sinni. — Það varð hlutskipti Guðrúnar frá barns-
aldri að vinna, ekki síður utanhúss en innan, sem varð
henni líka giftudrjúg undirstaða í framtíðarlífsstarfinu.
Hinn 25. sept. 1886 giftist hún 19 ára gömul Magnúsi
Gunnlaugssyni, er var ekkjumaður, 21 ári eldri en hún. —
Ekki varð sá aldursmunur til hnekkis hjónabandi þeirra,
sem í öllu reyndist hið farsælasta.
Þau byrjuðu búskap í Tungu í Stíflu 1887. — Ekki
2*