Hlín - 01.01.1957, Side 22
20
Hlin
voru efnin mikil að byrja með. — Við skiftin á búinu eftii
Ástu, fyrri konu Magnúsar, skiftist helmingur þess til
ættmenna hennar. — Guðrún og Magnús settu saman
með 1 kú, 2 hrossum og 6 kindum, sem hann átti, en hún
átti 2 kindur. Hjer þurfti kapp með forsjá til að verða
velmegandi og koma upp stórum barnahóp svo vel sem
raun varð á. — Á 20 árum eignuðust þau 14 börn, af þeim
era nú á lífi 4 dætur og 5 synir. — Öll vel gift og í góðum
ástæðum, orðlögð fyrir dugnað og myndarskap í hvívetna.
— Það er sannarlega vel tillagt frá þessum ættstofni, því
nú eru afkomendur þeirra 150 (eitt hundrað og fimmtíu).
Guðrún og Magnús búa í Tungu í 3 ár. — Á þeim ár-
um þar byggja þau upp öll bæjarhús.
Það er ótrúlega stórbrotið æfistarf þessara hjóna, og
ekki hægt í stuttri blaðagrein að gjöra því þau skil, sem
verðugt væri. — Stikla jeg því á stóru hjer.
Magnús var smiður góður á trje og járn, þótt ekki
\æri hann lærður rnaður var hann æfður í þessari iðn, var
því eftirsóttur í sveit sinni og víðar til þeirra starfa, lagði
hann hart að sjer við vinnu utan heimilis, sjer til inn-
tekna meðan búið var lítið, enda var hans unga kona góð-
ur vörður þar. — Þau unnu ætíð samtaka og einhuga að
hugðarefnum sínum.
Frá Tungu flytja þau 1890 að Saurbæ f Kolbeinsdal,
og búa þar í 11 ár. Þar flytja þau allan bæinn sökum jarð-
brota af Kolbeinsdalsá, sem rann straumhörð og ógnandi
stutt frá bæjarstæðinu, og byggja hann upp að nýju ásamt
útihúsum flestum. — Enn er þetta leigujörð. — Þeir, sem
þekkja leiguliðalögin á þessum tíma, skilja fórn þessa.
Það er þess vert. að minst sje á heimilisiðnaðinn þarna,
af því líka hann verður, ásamt fleiru, sterk lyftistöng í
fjárhagslegum ástæðum þeirra. — Fyrsta árið í Saurbæ
koma þau sjer upp vefstól, rakgrind og öllu nauðsynlegu
þar tilheyrandi. — Eftir haustannir var svo tekið til stai'fa:
Spunnið, ofið og prjónað af dugnaði. — Þar, sem heimilið
gat án verið, var selt til tómthúsfólks við sjávarsíðuna, þar